Háskóli Íslands

Íslensk-danskur orðabókasjóður

Tilgangur sjóðsins er að sjá til þess að framvegis verði jafnan til stór og vönduð íslensk-dönsk orðabók yfir íslenskt og danskt nútímamál. Bókin skal vera ný útgáfa af hinni íslensk-dönsku orðabók Sigfúsar Blöndals og á henni byggð, endurnýjuð eftir þörfum og tekið skal tillit til allra helstu breytinga sem á málunum verða, eftir því sem stundir líða. Þannig megi þróa traust menningarsamband milli þessara landa sérstaklega og Íslands og Norðurlanda yfirleitt.
 
Sjóðurinn var stofnaður við Háskóla Íslands árið 1927 af dr. phil. Sigfúsi Blöndal bókaverði og eiginkonu hans cand. phil. Björgu Þorláksdóttur. Sjóðurinn er stofnaður af andvirði fyrsta upplags orðabókarinnar.
 

Stjórn sjóðsins:

  • Guðrún Kvaran, prófessor emeritus
  • Vésteinn Ólason, prófessor emeritus
  • Jón G. Friðjónsson, prófessor emeritus
  • Hrefna Arnalds, fyrrverandi kennari

Um Blöndalsbók

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is