Tilgangur sjóðsins er í samræmi við tilgang gjafar Páls í erðaskrá hans – að efla tengsl milli Háskóla Íslands og Háskólans í Manitoba í Kanada. Tilganginum skal framfylgt með því að stofna sjóð sem veitir stúdentum og fræðimönnum annars skólans styrki til rannsókna eða náms við hinn skólann eða styrkir verkefni sem falla að tilgangi sjóðsins með öðrum hætti.
Sjóðurinn er byggður á gjöf Páls Guðmundssonar frá Rjúpnafelli til Háskóla Íslands árið 1971 skv. erfðaskrá hans. Páll var fæddur 26. júní 1887. Hann var síðar bóndi í Saskatchewan í Kanada. Páll lést 11. maí árið 1966.
Stofndagur sjóðsins telst 1. desember 2003.
Stjórn sjóðsins:
Með stjórn sjóðsins fer rektor Háskóla Íslands og ákveður hann um úthlutun úr sjóðnum hverju sinni samkvæmt tilgangi hans.