Háskóli Íslands

Þórsteinssjóður

Sjóðurinn heitir Þórsteinssjóður. Sjóðurinn er stofnaður af stjórn Blindravinafélags Íslands til minningar um Þórstein Bjarnason f. 3. desember 1900, stofnanda Blindravinafélags Íslands. Félagið var stofnað þann 24. janúar 1932 og varð það fyrsti vísir að félagi til hjálpar fötluðum á Íslandi. Þórsteinn Bjarnason helgaði líf sitt til hjálpar blindum og sjónskertum á Íslandi á 20. öld án þess að taka nokkru sinni laun fyrir heldur lagði félaginu til úr eigin vasa.

Tilgangur Þórsteinssjóðs helgast af æviverki Þórsteins Bjarnasonar og tilgangi Blindravinafélags Íslands, sem hann stofnaði 24. janúar 1932. Félagið er elsta styrktarfélag fatlaðra á Íslandi og hafði að markmiði að hjálpa og hlynna að blindum mönnum á Íslandi, ungum og gömlum, vinna að útbreiðslu þekkingar á augnsjúkdómum meðal almennings og verndun sjónarinnar. Eignir félagsins hafa verið leystar upp og er hluti þeirra lagður til Þórsteinssjóðs til þess að nafni Þórsteins og hugsjón verði haldið á lofti og heiðruðminning um kærleiksríkt ævistarf hans.

Fyrst af öllu er Þórsteinssjóði ætlað að styrkja blinda og sjónskerta til náms við Háskóla Íslands. 

Í öðru lagi er Þórsteinssjóði ætlað að efla rannsóknir á öllum fræðasviðum sem aukið geta þekkingu á blindu og skertri sýn, afleiðingum hennar og ýta undir tækifæri blindra og sjónskertra til að auðga og efla líf sitt. Sérstök áhersla er lögð á styrki í félags- og hugvísindum er falla að tilgangi sjóðsins. Styrkir eru veittir til verkefna er falla að þessu markmiði s.s. til rannsókna. Styrki má veita til stúdenta í rannsóknatengdu framhaldsnámi við Háskóla Íslands eða starfandi vísindamanna innan Háskóla Íslands.

Staðfest skipulagsskrá (.pdf).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is