Háskóli Íslands

Rannsóknarsjóður Össurar og Ottobock

 
Tilgangur Rannsóknarsjóðs Össurar og Ottobock er að fjármagna grunn- og hagnýtar vísindarannsóknir og frumkvöðlaverkefni á sviði háþróaðrar taugastjórnunar á gervilimum. 
 
Sjóðurinn er alþjóðlegur samkeppnissjóður og er opinn bæði vísindamönnum og nemendum sem stunda rannsóknir við háskóla, rannsóknarstofnanir og fyrirtæki um víða veröld. 
 
Umsókn skilist til: sjodir@hi.is sem viðhengi. Sjá hlekk á umsóknareyðublað hér fyrir neðan.
 
 
Sjóðurinn er stofnaður við Háskóla Íslands með fjárframlagi frá fyrirtækjunum Össur hf. og Ottobock. 
 
Össur hf. og Ottobock eru í hópi fremstu fyrirtækja heims á sviði stoðtækja og stuðningsvara og fjárfesta mikið í rannsóknum og vöruþróun. Össur hf. var stofnað á Íslandi 1971 og höfuðstöðvar þess eru í Reykjavík. Ottobock var stofnað í Þýskalandi árið 1919. Bæði fyrirtækin hafa umfangsmikla starfsemi um allan heim og vilja með stofnun sjóðsins stuðla að þróun framúrskarandi tækni til að auka lífsgæði og hreyfanleika fólks. 
 
Stjórn sjóðsins
  • Þorvaldur Ingvarsson, fulltrúi Háskóla Íslands, formaður
  • Ebba Þóra Hvannberg, fulltrúi Háskóla Íslands
  • Kristleifur Kristjánsson, fulltrúi Össurar hf.
  • Andreas Goppelt, fulltrúi Ottobock
  • Rögnvaldur Sæmundsson, varamaður
 
Styrktarsjóðir Háskóla Íslands, sjodir@hi.is.
Umsjón hefur Helga Brá Árnadóttir, helgab@hi.is.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is