Tilgangur sjóðsins er að efla menningarsamband Íslands og Noregs með því að styrkja norska stúdenta og kandídata til náms við Háskóla Íslands. Styrk úr sjóðnum má veita þeim mönnum einum er svo eru efnalega staddir að hafa styrksins þörf og hafa sýnt það með námi sínu og hegðun að þeir séu styrksins verðugir. Konur geta ekki orðið aðnjótandi styrks úr sjóðnum.
Sjóðurinn er stofnaður með gjöf hjónanna Guðrúnar og Salomons Brunborgs og sona þeirra, Erlings og Egils, en þau eru öll búsett í Billingsstad í Noregi. Er sjóðurinn helgaður minningu allra þeirra norsku stúdenta, sem lögðu líf sitt í sölurnar fyrir föðurland sitt í frelsisbaráttu Norðmanna á árunum 1940-1945.
Stofnfé sjóðsins er 100.000 – eitt hundrað þúsund – krónur, og hefur frú Brunborg aflað þess með fyrirlestrahaldi um frelsisbaráttu Norðmanna og kvikmyndasýningum víðs vegar um Ísland.