Háskóli Íslands

Styrkúthlutanir

Styrkveitingar úr Menningar- og framfarasjóði Ludvigs Storr 1981–2011
 

Árið 2011:
Aldís Sigfúsdóttir ráðgjafarverkfræðingur og Ragnar Sigurbjörnsson, prófessor við Rannsóknarmiðstöð í Jarðskjalftafræði, kr. 4,5 milljónir til verkefnisins „Áhrif jarðskjálfta á niðurgrafnar lagnir – Könnun á skemmdum frárennslislögnum í Hveragerði“.

Birgir Jónsson, dósent við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, kr. 2 milljónir til verkefnisins „Notkun jarðgangamulnings og basaltösku sem fylliefnis í þjappaða þurrsteypu (RCC-steypu) í stíflur og inntaksmannvirki“.

Börge Johannes Wigum jarðverkfræðingur kr. 6 milljónir til verkefnisins „Hæfnisprófanir fyrir alkalívirkni steypu“.

Haukur Jörundur Eiríksson, verkfræðingur og aðjunkt við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, kr. 4 milljónir til doktorsverkefnis síns „Hegðun skerveggjabygginga á höfuðborgarsvæðinu í jarðskjálfta“.

Sigurður Erlingsson, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, kr. 3,5 milljónir til rannsóknarhugmyndarinnar „Greiningaraðferðir við veghönnun“.

Árið 2007:
Dr. Börge Johannesson Wigum kr. 6 milljónir til verkefnisins „Þróa hæfnisprófanir til að hanna alkalióvirka steinsteypu“.

Davíð Kristján Pitt kr. 4 milljónir til verkefnisins „The architectural Association AA School of Architecture. Sjálfbær umhverfishönnun M. Arch“.

Birgir Jónsson kr. 850 þúsund til verkefnisins „Notkun móbergssands í stíflur úr þjappaðri þurrsteypu ( Rcc – steypu)“.

Árið 2003:
Trausti Valsson prófessor kr. 300 þúsund til hagnýts verkefnis á sviði arkitektúrs.Karl Grönvold, starfsmaður Norrænu eldfjallastöðvarinnar, kr. 5 milljónir til efnagreiningar á vatni Capillary Elektrophoresis.

Árið 1999:
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands kr. 1 milljón til verkefnisins „Framlegð í byggingariðnaði á Íslandi“.

Árið 1994:
Geca-hópurinn (Pálmi R. Pálmason og nokkrir verkfræðingar) kr. 2 milljónir til verkefnisins „Smíði á frumgerð GECA-pressu“.

Árið 1993:
Útgerðatækni hf. kr. 1,3 milljón til verkefnisins „Ventlasnúningsmælir“.Límtré hf. kr. 1,5 milljónir til verkefnisins „Límdar samsetningar á timburvirkjum og prófanir á þeim“.RT hf. kr. 1,2 milljónir til verkefnisins „Stöðugleikamælir“.Línuhönnun hf. kr. 1 milljón til verkefnisins „Tæknilegir eiginleikar íslenskra bergtegunda“.

Árið 1991:
Eyjólfur Árni Rafnsson kr. 300 þúsund til verkefnisins „Design and retaining walls subjected to dynamic loads, based on displacements criteria“.

Árið 1986:
Halldóra Hreggviðsdóttir BS kr.100 þúsund til verkefnisins „Efna- og vökvaflæði um jarðhitakerfi og tengsl þess við hitastig og ummyndun“.

Árið 1985:
Gylfi Árnason dósent kr. 155 þúsund til verkefnisins „Agnadreifing í iðustreymi“.

Árið 1984:
Verkfræðistofnun Háskóla Íslands kr. 150 þúsund til verkefnisins „Vindtæknilegar mælingar“.

Árið 1982:
Edgar Guðmundsson verkfræðingur og Óli J. Ásmundsson arkitekt kr. 50 þúsund til verkefnisins „Þróunarvinna og bygging máttilraunahúss í Þorlákshöfn ásamt tilheyrandi rannsóknarstarfssemi“.Áhugamannafélagið Dalaleir í Búðardal kr. 20 þúsund til verkefnisins „Rannsóknir á vinnslu og notagildi íslensks leirs“.

Árið 1981: 
Verkfræðistofnun Háskóla Íslands kr. 60 þúsund til kaups á skráningarbúnaði fyrir vindtæknilegar mælingar.Gunnar Birgisson verkfræðingur kr. 40 þúsund til verkefnisins „Rannsóknir á íslenskum hraunjarðvegi til undirstöðugerðar“.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is