Háskóli Íslands

Doktorssjóður Styrktarsjóða HÍ

Tilgangur sjóðsins er að styðja við og efla doktorsnám við Háskóla Íslands. Sjóðurinn veitir styrki til að standa straum af kostnaði við rekstur rannsóknaverkefna í doktorsnámi. Stúdentar sem skráðir eru til doktorsnáms við Háskóla Íslands og hafa hlotið framfærslustyrk úr doktorssjóðum háskólans, þ.e. Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands, geta sótt um styrk úr sjóðnum. 
 
Sjóðurinn heitir Doktorssjóður Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Sjóðurinn er stofnaður við sameiningu sjóða sem ekki hafa verið virkir um árabil, tengjast ekki ákveðnum fræðasviðum og/eða deildum í Háskóla Íslands og heyra undir Styrktarsjóði Háskóla Íslands ásamt peningagjöfum. 
 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is