Styrktarsjóðir Háskóla Íslands hafa það markmið að veita styrki til stúdenta, fræðimanna og rannsókna við Háskóla Íslands og starfa flestir þeirra eftir staðfestum skipulagsskrám.
Þeim er ætlað að styðja ýmis verkefni á ákveðnum fræðasviðum til hagsældar fyrir Háskóla Íslands, stúdenta eða starfsfólk.
Sjóðir sem styðja við verkefni sem tengjast Hugvísindasviði eru:
- Heimspekisjóður Brynjólfs Bjarnasonar (1990)
- Menntasjóður Hugvísindasviðs (2019)*
- Minningarsjóður dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófessors (1983)
- Sagnfræðisjóður Aðalgeirs Kristjánssonar
- Sagnfræðisjóður dr. Björns Þorsteinssonar (1986)
- Starfssjóður Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands
- Styrktarsjóður Áslaugar Hafliðadóttir (2014)
- Styrktarsjóður Listasafns Háskóla Íslands
- Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur (2003)
- Styrktarsjóður Þórbergs Þórðarsonar og Margrétar Jónsdóttur (1970)
*Sjóður stofnaður við sameiningu Det Danske Selskabs Studenterlegat (1943), Minningarsjóðs dr. Rögnvalds Péturssonar (1960), Minningarsjóðs norskra stúdenta (1948), Norðmannsgjöf (1961) og Sögusjóði stúdenta (1930)