Styrkir úr verkefnahluta Rannsóknasjóðs eru færðir yfir á það verkefnisnúmer sem umsækjendur gefa upp í umsókn. Ef stofna á nýtt númer þá skal snúa sér til skrifstofu viðkomandi fræðasviðs. Styrkir til þeirra umsækjenda sem hafa bókhald sitt á stofnunum Háskólans sem hafa sjálfstæðan fjárhag eru færðir til viðkomandi stofnunar sem sér um yfirfærslu til styrkþega.
Eftirfarandi starfseiningar innan stjórnsýslu Háskóla Íslands sjá um umsýslu einstakra styrkþátta:
- Laun aðstoðarmanna - launadeild
- Greiðsla kostnaðar og aðkeyptar þjónustu - fjárreiðusvið
Styrkþegar sem hafa bókhald sitt hjá Háskóla Íslands eru beðnir að snúa sér til viðkomandi starfseiningar vegna afgreiðslu styrkja. Þeir sem hafa bókhald sitt á stofnunum er bent á skrifstofu stofnunar.
Í Uglu er að finna eyðublað vegna greiðslu til aðstoðarmanna. Sjá: háskólinn - Eyðublöð - Eyðublöð launamála - Greiðslubeiðni vegna launa (fyrir leiðbeiningar sjá: Leiðbeiningar rafræn skráning greiðslubeiðni vegna launa 23.5.2017.)