Háskóli Íslands

Hvernig stofna ég sjóð?

Við stofnun styrktarsjóðs/minningarsjóðs er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga.

  1. Til hvers er sjóðurinn, hvert er hlutverk hans og hvað á hann að styðja við?
  2. Hvernig á sjóðurinn að framfylgja markmiði sínu, veita styrki til verkefna, rannsókna, stúdenta fræðimanna, útgáfu, fyrirlestrahalds eða annars?
  3. Hver er fjárhagslegur rammi sjóðsins?
  4. Hvert er stofnfé sjóðsins? Aflar hann fjár með öðrum hætti t.d. minningargjjöfum eða fær hann tekjur af eingum sínum með einhverjum hætti?
  5. Hvernig er stjórn sjóðsins háttað, hverjir sitja í stjórn, hvert er hlutverk stjórnar, hvernig er skipað í stjórn og til hve langs tíma?
  6. Hver fer með vörslu og umsjón sjóðsins?

 

Sé ætlunin að stofna sjóð við Háskóla Íslands er fyrsta skrefið að svara ofangreindum spurningum og setja saman drög að skipulagsskrá í samstarfi við umsjónarmann Styrktarsjóðanna, Helgu Brá Árnadóttur í síma 525-5894, sjodir@hi.is.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is