Háskóli Íslands

Verðlaunasjóður Sigurðar Helgasonar prófessors

Tilgangur sjóðsins er að verðlauna stærðfræðinema og nýútskrifaða stærðfræðinga fyrir góðan árangur og styrkja þá til frekari afreka í námi og rannsóknum.

 

Sjóðurinn var stofnaður 2017 af Sigurði Helgasyni, prófessor í stærðfræði við Massachusetts Institute of Technology (MIT).

 

Sigurður Helgason fæddist á Akureyri 30. september 1927 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1945. Eftir ársnám við verkfræðideild Háskóla Íslands hélt Sigurður til Danmerkur þar sem hann lauk Mag. Scient. prófi í stærðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1952. Hann hélt þá til frekara náms við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum og lauk þaðan doktorsprófi 1954. Sigurður kenndi við Princeton-háskóla, Chicago-háskóla og Columbia-háskóla og varð prófessor við MIT árið 1965. Eftir hann liggja fjölmargar bækur og vísindagreinar um stærðfræði. Sigurður hefur verið heiðursdoktor við Háskóla Íslands frá árinu 1986 og er heiðursfélagi Íslenska stærðfræðafélagsins. Sig­urður Helga­son lést á heim­ili sínu í Belmont, Massachusetts í Banda­ríkj­un­um, 3. des­em­ber 2023, 96 ára að aldri.

 

Stjórn sjóðsins:

Rögnvaldur Möller, prófessor og formaður stjórnar

Freyja Hreinsdóttir prófessor

Sverrir Örn Þorvaldsson stærðfræðingur

 

Skipulagsskrá (pdf.)

 

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is