Háskóli Íslands

Minningarsjóður Þorvalds Finnbogasonar stúdents

Tilgangur sjóðsins er að styrkja stúdenta til náms við verkfræðideild Háskóla Íslands eða til framhaldsnáms í verkfræði við annan háskóla, að loknu fyrra hluta prófi í verkfræðideild Háskóla Íslands. 

Samkvæmt breyttu skipulagi Háskóla Íslands frá febrúar 2008 er verkfræðideild ekki til. Verkfræðideild hefur verið skipt í þrjár deildir; Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild,  Rafmagns – og tölvuverkfræðideild og Umhverfis- og byggingarverkfræðideild, sem allar heyra undir Verkfræði- og náttaúruvísindasvið.

Sjóðurinn er stofnaður af foreldrum Þorvalds Finnbogasonar, Sigríði Eiríksdóttur og Finnboga Rúti Þorvaldssyni, á 21 árs afmæli Þorvalds sonar þeirra, 21. desember 1952. 

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.

Í stjórn sjóðsins sitja:

  • Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.
  • Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
  • Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði-og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands

Skipulagsskrá (.pdf)

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is