Tilgangur sjóðsins er að veita nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á sviði heilsugæslu, að styrkja hjúkunarfræðinga til framhaldsnáms og að styðja börn hinnar látnu til 25 ára aldurs.
Minningarsjóður Guðrúnar Marteinsdóttur var stofnaður árið 2004 til minningar um Guðrúnu Marteinsdóttir, lektor og síðan dósents við námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands. Guðrún var fædd 15. janúar 1952 og lést 24. nóvember 1994. Skólasystur, starfsfélagar í námsbraut í hjúkrunarfræði og aðrir hjúkrunarfræðingar sem átt höfðu samstarf við hana stofnuðu minningarsjóð í þakklætis- og virðingarskyni við hana fyrir brautryðjendastörf í þágu hjúkrunarmenntunar á Íslandi.
Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagskrá og hefur sjálfstæða stjórn.
Staðfest skipulagsskrá (.pdf).