Markmið minningarsjóðsins og hlutverk er að styrkja hjúkrunarfræðinga og ljósmæður til framhaldsnáms. Úr hópi hjúkrunarfræðinga skulu þeir einstaklingar sem hyggja á framhaldsnám í ljósmóðurfræði hafa forgang umfram aðra hjúkrunarfræðinga um styrki úr sjóðnum.
Sjóðurinn var stofnaður við Háskóla Íslands 22. desember 2008 skv. fyrirmælum í erfðaskrá Soffíu Þuríðar Magnúsdóttur, f. 3. júlí 1922, d. 28. febrúar 2005, frá 25. apríl 2001.
Soffía Þuríður Magnúsdóttur var fædd 3. júlí 1922. Þuríðarnafnið fékk hún eftir móðurömmu sinni. Soffía var einkadóttir og frumburður foreldra sinna, þeirra Bjargar Magnúsdóttur ljósmóður og Magnúsar Jónassonar, sem bjuggu allan sinn búskap í Túngarði á Fellsströnd. Hún átti einn bróður, Gest, sem var tveimur árum yngri en hún.
Soffía var snemma mjög bráðger og þegar hún var fimmta ára orti Björg móðir hennar um hana vísu:
Soffía með sinni glatt,
síst hún kvíðir nokkru fári.
Les hún sögur leifturhratt,
lítil snót á fimmta ári.
Stjórn minningarsjóðsins skal skipuð af rektor Háskóla Íslands til tveggja ára í senn. Rektor Háskóla Íslands tilnefnir einn en Háskólaráð tvo.
Í stjórn sjóðsins sitja:
- Ólöf Ásta Ólafsdóttir, ljósmóðir og lektor, gegnir starfi formanns stjórnar, olofol@hi.is.
- Guðlaug Einarsdóttir, gudlaug.einarsdottir@hrn.is
- Herdís Sveinsdóttir prófessor, herdis@hi.is.
Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.
Staðfest skipulagsskrá (.pdf).
Greinargerð um Soffíu skrifuð af frænku hennar Guðfinnu Ragnarsdóttur (.pdf).
Úthlutunarreglur sjóðsins, uppfærðar í október 2013 (.pdf).