Háskóli Íslands

Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur

Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði. Styrkir eru veittir til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í doktorsnámi vegna rannsóknarverkefna sem falla að markmiðum sjóðsins.

Sjóðurinn var stofnaður 29. júní 2007 af Ingibjörgu R. Magnúsdóttur og Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði. Aðrir sem lögðu til stofnfé voru Glitnir, Ljósmæðrafélag Íslands, heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytið og ýmsir einstaklingar. Þá hefur stofnandi sjóðsins, Ingibjörg R. Magnúsdóttir, lagt fram viðbótarframlög við stofnfé sjóðsins á árinu 2008 og 2009.

Ingibjörg var námsbrautarstjóri í hjúkrunarfræðideild Háskólans og skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu. Hún hefur verið einn ötulasti talsmaður þróunar hjúkrunarmenntunar á Íslandi og var ein þeirra sem stóð að stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði árið 1973.

Árið 2008 gaf Sigurður Helgason viðbótarframlag við stofnfé sjóðsins að upphæð kr. 1.000.000.

Sjóðurinn starfar eftir staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn.

Hægt er að styrkja sjóðinn með ýmsu móti t.d. með gjöfum í tilefni árgangaafmæla eða útskriftar. Einnig er hægt að senda minningarkort og tækifæriskort frá sjóðnum. Fjárhæðir má leggja inn á eftirfarandi bankareikning hjá Íslandsbanka: 0513-26-004057. Kennitala Styrktarsjóðanna HÍ er 571292-3199.

Frekari upplýsingar veitir Margrét Björnsdóttir, verkefnastjóri RSH, margbjo@hi.is, sími 525-5280.

Staðfest skipulagsskrá (.pdf).

Fréttir

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is