Árið 2011
Auglýsing eftir umsóknum úr Styrktarsjóði Listasafns HÍ
Árið 2008
Margrét Elísabet Ólafsdóttir fagurfræðingur fær styrk til rannsókna á íslenskri vídeólist og útgáfu á niðurstöðum rannsókna.
Árið 2005
Hrafnhildur Schram listfræðingur fær styrk til dvalar í Danmörku til að rannsaka frumheimildir og taka viðtöl vegna bókar um listakonuna Júlíönu Sveinsdóttur (1889-1966).
Viktor Smári Sæmundsson forvörður fær styrk til að stunda rannsóknir á nafnskriftum (höfundarmerkingum) frumherja íslenskrar myndlistar, einkum þeim Sigurði málara Guðmundssyni, Þórarni B. Þorlákssyni, Ásgrími Jónssyni, Jóhannesi S. Kjarval, Guðmundi Thorsteinssyni, Jóni Stefánssyni og Júlíönu Sveinsdóttur.
Árið 2004
Ólafur Gíslason listfræðingur fær styrk til rannsókna á landslagi og rými í verkum Sigurðar Guðmundssonar í samhengi við heimspekikenningar Martins Heidegger, Maurice Merleu-Ponty og Jean-Luc Nancy.
Margrét Elísabet Ólafsdóttir fagurfræðingur fær styrk til rannsókna og útgáfu rannsókna á íslenskri raflist, s.s. skjálist, netlist og hljóðlist.
Davíð Ólafsson sagnfræðingur styrk til að til útgáfu á sögu Myndlista-og handíðaskóla Íslands.
Árið 2002
Nathalie Jacqueminet, listfræðingur og forvörður fær styrk til hönnunar gagnagrunns til skráningar á listaverkum sem eru ekki í eigu safna.
Kristín Guðnadóttir listfræðingur fær styrk til að rannsaka Kaupmannahafnarár Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals, þ.e. tímabilið 1912-1922 með það fyrir augum að kanna tengsl Kjarvals við danska og evrópska samtímalist og skilgreina áhrif einstakra listamanna og stílgerða á þróun Kjarvals.
Markús Þór Andrésson myndlistarmaður fær styrk til undirbúnings vinnslu heimildarefnis fyrir sjónvarp um íslenska samtímamyndlist.
Árið 2001
Félagið Íslensk Grafík fær styrk til að hefja skráningu á sögu Grafíkfélagsins með það fyrir augum að koma henni á prent. Ólafur J. Engilbertsson fær styrk til að vinna að útgáfu rits um Leikmyndlist á Íslandi.
Níels Hafstein fær styrk fyrir hönd Safnasafnsins á Svalbarðsströnd til að vinna að textum til útgáfu um íslenska alþýðumyndhöggvara.
Árið 2000
Ólafur Ingi Ólafsson málverkaforvörður hlýtur styrk fyrir rannsóknir sínar á fölsuðum málverkum og fyrir að eiga mikilvægan þátt í koma í veg fyrir sölu og áframhaldandi falsanir á málverkum, bæði hér heima og í Danmörku.
Með rannsóknarvinnu sinni taldi stjórn sjóðsins að Ólafur Ingi hefði unnið ómetanlegt starf í þágu íslenskra myndlistarmanna. Rannsóknirnar ná aftur til ársins 1996 en þá hóf Ólafur Ingi að eigin frumkvæði rannsóknir íslenskum málverkum sem grunur lék á að gætu verið fölsuð. Rannsóknirnar felast m.a. í ítarlegum heildarrannsóknum á verkunum sjálfum, s.s. smásjárrannsóknum, rannsóknum undir útfjólubláu ljósi, ásamt nákvæmum samanburði á hinum ýmsu þáttum málverkanna við önnur verk. Þá eru gerðar rannsóknir á sýnum, m.a. bindiefnagreining og kallaðir hafa verið til sérfræðingar í ýmsum efnum, bæði erlendir og innlendir, m.a.frá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.
Fölsunarmálið á sér ekki fordæmi hér á landi hvað umfang snertir, en með rannsóknarvinnu sinni taldi stjórn Styrktarsjóðs Listasafns Háskólans Ólaf Inga Jónsson hafa gert hvort tveggja, að koma í veg fyrir aðslíkir hlutir endurtaki sig í náinni framtíð hér á landi og að votta látnum myndlistarmönnum, - flestum af brautryðjendakynslóðinni - sem eignuð hafa verið fölsuð verk, virðingu sína og annarra.