Háskóli Íslands

Stjórn

Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins eiga sæti í stjórn sjóðsins lyfsalinn í Reykjavíkurapóteki, formaður nefndarinnar, kennarinn í lyflæknisfræði í Læknadeild, forstöðumaður Lyffræðingaskóla Íslands, þangað til sá skóli verður væntanlega lagður undir háskólann, en síðar forstöðumaður (kennari) þeirrar deildar, kennarinn í lyfjafræði í Læknadeild, læknir tilnefndur af Læknafélagi Íslands, lyfsali tilnefndur af stéttarfélagi lyfsala og lyfjafræðingur tilnefndur af Lyffræðingafélagi Íslands. Meðan nefndarmenn eru aðeins 6 skal formaður hafa úrslitaatkvæði, ef atkvæði eru jöfn.

Kjörtímabil þeirra þriggja nefndarmanna, sem tilnefndir eru, skal vera þrjú ár. Af þeim, sem eru tilnefndir í upphafi, skal einn ganga úr eftir eitt ár og annar eftir tvö ár, samkvæmt hlutkesti.

Engin stjórn er starfandi fyrir sjóðinn sem stendur. Til þess að hægt sé að skipa stjórn sjóðsins skv. skipulagsskrá þarf að gera breytingar á þeirri grein sem segir til um skipun stjórnar.

Með umsjón sjóðsins fóru síðast:

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is