Háskóli Íslands

Styrkúthlutanir

Stílverðlaun sjóðsins voru veitt tvisvar, í fyrsta skipti árið 1991 en þá hlaut Gyrðir Elíasson verðlaunin fyrir framlag sitt til skáldskapar.

Þorsteinn Gylfason fékk síðar stílverðlaunin, sem veitt voru í annað sinn árið 1993, fyrir vandaðan stíl og meðferð íslensk máls.

Árið 2000 var veittur styrkur til Þorleifs Haukssonar til verks um stílfræði 20. aldar. Verkið var beint framhald Íslenskrar stílfræði sem unnið var á vegum sjóðsins.

Árið 2001 var veittur styrkur til Íslenska esperantosambandsins til þess að láta slá inn seðlasafn Þórbergs Þórðarsonar til íslensk-esperantískrar orðabókar og gera það aðgengilegt á lýðnetinu.

Árið 2002 var veittur styrkur til lokavinnu við bókarhandrit um íslenskan skáldsagnastíl 1950-1970.

Árið 2009-2010 ákvað stjórnin að veita styrk til endurskoðunar Íslenskrar samheitaorðabókar. Verkið er í höndum höfundar bókarinnar, Svavars Sigmundssonar, sem fær greidd laun úr sjóðnum í sex mánuði. Þá verða laun aðstoðarmanns, Kristján Eiríkssonar, starfsmanns á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, greidd til þriggja mánaða.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is