Háskóli Íslands

Sjóður Níelsar Dungal prófessors

Sjóðurinn heitir Sjóður Nielsar Dungals prófessors. Sjóðurinn er stofnaður með framlagi frá Rannsóknnarstofu Háskólans í meina- og sýklafræði, og fær árlegar tekjur frá þeirri stofnun samkvæmt ákvörðun hlutaðeigandi stjórnvalda hverju sinni.

Markmið: Tilgangur sjóðsins er að bjóða til fyrirlestrahalds við Háskóla Íslands íslenzkum eða erlendum fræðimönnum, og skulu fyrirlestrarnir tengdir nafni prófessors Níelsar Dungals. Stjórn:

Stjórn sjóðsins er skipuð þremur mönnum, prófessornum í meinafræði við Háskóla Íslands, sem er formaður stjórnarinnar, einum manni, er læknadeild tilnefnir, og öðrum er háskólaráð nefnir til.

 

Skipulagsskrá (pdf.)

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is