Háskóli Íslands

Sáttmálasjóður Háskóla Íslands

Meginmarkmið sjóðsins er „að styðja íslenska vísindastarfsemi.“

Sáttmálasjóður veitir ferðastyrki til fastra kennara (prófessora, dósenta og lektora) í fullu starfi auk vísindamanna, fræðimanna og sérfræðinga, sem ráðnir eru til sjálfstæðra vísindastarfa með a.m.k. 40% rannsóknarskyldu, hlotið hafa hæfnisdóm og taka laun samkvæmt kjarasamningum Félags háskólakennara og fjármálaráðuneytisins.

Auk þess veitir Sáttmálasjóður ferðastyrki öðru starfsfólki Háskólans og háskólastofnana, sem hefur háskólapróf og gert hefur starfssamning við starfsmannasvið skólans. Styrkupphæð er kr. 45.000 og hægt er að sækja styrk annað hvert ár. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að umsækjandi hyggist afla sér færni og fróðleiks fyrir starf sitt við háskólann. Einungis eru veittir styrkir til ferða sem eru ófarnar þegar umsóknarfrestur rennur út.

Umsóknarfrestur er til 30. apríl ár hvert.

Sáttmálasjóður var stofnaður á milli Íslands og Danmerkur og 14. gr. dönsk-íslensku sambandslaganna nr. 39/1918. Honum var á sínum tíma sett stofnskrá, sem staðfest var og auglýst.

Umsjón með sjóðnum hefur Ásta Soffía, verkefnisstjóri á fjármálasviði, astasoffia@hi.is.

Linkur inn á vefslóð sjóðsins, sérsíða inni á HÍ-vef.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is