Háskóli Íslands

Vísindi og velferð: Styrktarsjóður Sigrúnar og Þorsteins

Tilgangur sjóðsins er að efla og styrkja nám, rannsóknir og ritstörf annars vegar í félagsráðgjöf á sviði barna- og fjölskyldumálefna og hins vegar í vísindafræðum, nánar tiltekið í vísindasögu, vísindaheimspeki og vísindamiðlun.
 
Sjóðnum er ætlað að efla doktorsnám og sérfræðiþekkingu í félagsráðgjöf, meðal annars með því að veita fjárstyrki til:
 1. doktorsverkefna í félagsráðgjöf sem snerta málefni barna og fjölskyldna,
 2. frumrannsókna sem fela í sér nýsköpun þekkingar á sviðinu,
 3. aðferðaþróunar á sérsviðum sem varða börn og fjölskyldu,
 4. fræðilegra og faglegra þróunar- og tilraunaverkefna á sviðinu,
 5. fræðsluverkefna á sérsviðum sem varða börn og fjölskyldur.
Einnig vinnur sjóðurinn að eflingu vísindafræða í landinu með fjárstyrkjum til:
 1. nemenda í framhaldsnámi,
 2. rannsókna og ritstarfa fræðimanna í vísindafræðum,
 3. nýjunga í vísindamiðlun sem styrkja stöðu vísinda og vísindalegrar hugsunar meðal almennings í landinu.
Sjóðurinn var stofnaður árið 2021. Stofnendur sjóðsins eru hjónin Sigrún Júlíusdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson, sem bæði eru fyrrverandi prófessorar við skólann. Sigrún er fyrrverandi prófessor í félagsráðgjöf og hefur verið einn ötulasti talsmaður þróunar, rannsókna og fræða í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og stofnandi Rannsóknaseturs í barna- og fjölskylduvernd. Þorsteinn er fyrrverandi prófessor í eðlisfræði og vísindasögu, stofnandi og fyrsti ritstjóri Vísindavefsins og hefur verið brautryðjandi í vísindafræðum við skólann.
 
Sjóðurinn heyrir undir Styrktarsjóði Háskóla Íslands og starfar samkvæmt staðfestri skipulagssrá.
 
Stjórn sjóðsins:
 • Sigurveig H. Sigurðardóttir dósent, fulltrúi Félagsráðgjafardeildar
 • Einar H. Guðmundsson, prófessor emeritus, fulltrúi Raunvísindadeildar og Sagnfræði- og heimspekideildar
 • Vilhjálmur Þorsteinsson, sonur Þorsteins og fulltrúi stofnenda sjóðsins

Skipulagsskrá (PDF)

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is