Háskóli Íslands

Styrkúthlutanir

Úthlutað hefur verið úr sjóðnum tvisvar sinnum.

Árið 2007 hlaut dr. Birna Bjarnadóttir 250.000 kr. styrk úr sjóðnum til að rannsaka brot úr sögu fagurfræðinnar í íslenskum bókmenntum nítjándu aldar. Birna Bjarnadóttir er dósent í íslenskum bókmenntum við Manitoba-háskóla og veitir jafnframt íslenskudeild sama háskóla forstöðu. Hún hefur stundað rannsóknir á fagurfræði í íslenskum bókmenntum um nokkurt skeið og er höfundur bókarinnar Holdið hemur andann. Um fagurfræði í skáldskap Guðbergs Bergssonar (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2003).

Vorið 2009 var veittur styrkur úr sjóðnum að upphæð kr. 385.000 til Bergljótar Kristjánsdóttur og tveggja MA-nema, þeirra Ástu Kristínar Benediktsdóttur og Sigrúnar Margrétar Guðmundsdóttur. Styrkurinn var fyrir ferð þeirra til Kanada þar sem þeim hafði verið boðið að flytja fyrirlestra við Manitoba-háskóla.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is