
Sjóðurinn var stofnaður 27. ágúst 2003 af Sigríði Lárusdóttur f. 5. maí 1918 til minningar um þá einstaklinga sem hafa átt um sárt að binda vegna meðfæddra sjúkdóma í mjöðm en Sigríður hafði átt við þann sjúkdóm að stríða frá fæðingu.
Sjóðurinn var stofnaður 27. ágúst 2003 af Sigríði Lárusdóttur f. 5. maí 1918 til minningar um þá einstaklinga sem hafa átt um sárt að binda vegna meðfæddra sjúkdóma í mjöðm en Sigríður hafði átt við þann sjúkdóm að stríða frá fæðingu.
Sigríður Lárusdóttir fæddist í Saurbæ þann 5. maí 1918. Sigríður bjó æskuár sín á Siglufirði hvar hún lærði hattasaum. Hún fluttist til Reykjavíkur árið 1950 og starfaði við iðn sína. Árið 1955 stofnaði hún og rak tískuverslunina Hrund til ársins 1973 er hún réð sig sem saumakonu hjá Vogafelli.
Sigríður var ein af tíu stofnendum kvenfélagsins Valkyrjur sem stofnað var á Siglufirði 2. júní 1929. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur starfaði hún í Kvenskátafélagi Reykjavíkur og sat í stjórn þess félags í nokkur ár. Sigríður var einnig í stjórn Bandalags íslenskra skáta.
Árið 1988 flutti Sigríður til Hafnarfjarðar og bjó þar til æviloka 2006.
Sigríður var ógift og barnlaus og ákvað árið 2003 að gefa að sér látinni allar sínar veraldlegar eigur til Háskóla Íslands og var þá stofnaður Sjóður Sigríðar Lárusdóttur.
Sjóðurinn er til minningar um alla þá sem eiga um sárt að binda vegna meðfæddra sjúkdóma í mjöðm og tilgangur hans er að efla rannsóknir á sviði bæklunarlækninga. Sérstaklega er lögð áhersla á rannsóknir á meðfæddum göllum í mjarmarlið, svo sem ættgengi, tíðni og afleiðingar.
Sigríður fæddist með sjúkdóm í báðum mjaðmaliðum en um það var ekki vitað fyrr en hún byrjaði að ganga. Leitað var til lækna, bæði hér heima og í Danmörku, en ekki var talið ráðlegt að framkvæma aðgerð og því bjóð Sigríður við mikla hreyfihömlun allt sitt líf.
Við stofnun sjóðsins lét Sigríður í ljós þá einlægu ósk að bornir og óbornir gætu notið góðs af rannsóknum fyrir tilstilli sjóðsins. Sigríður var mikill mannvinur og með stofnun sjóðsins vildi hún leggja sitt af mörkum til að forða börnum frá þeim raunum sem hún hafði sjálf mátt reyna.
Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn.
Í stjórn sjóðsins sitja:
Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.
Óskað er eftir að í umsókn komi fram:
Hámarkslengd umsóknar er þrjár síður. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Styrkþega ber að skila sjóðnum skriflegri greinargerð um stöðu námsins innan árs frá afhendingu styrks.
Stjórn áskilur sér rétt til að veita fleiri en einum umsækjanda styrk, hafna öllum og/eða úthluta styrkjum með öðrum hætti.
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2023.
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2022.
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2021.
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2020.
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2019.
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2018.
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2016.
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2015.
Sjá umfjöllun um styrkhafa 2014.
Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.