Frá málþingi í Eddu.

Sagnfræðisjóður Aðalgeirs Kristjánssonar

Sjóðurinn skal hafa það að markmiði, samkvæmt erfðaskrá Aðalgeirs, að rannsaka hina sérstöku alþýðumenningu í Þingeyjarsýslu sem þar varð til á síðari hluta 19. aldar og upphafi þeirrar tuttugustu, rætur hennar, einkenni, vöxt hennar og viðgang.

Frá málþingi í Eddu.

Sagnfræðisjóður Aðalgeirs Kristjánssonar

Sjóðurinn skal hafa það að markmiði, samkvæmt erfðaskrá Aðalgeirs, að rannsaka hina sérstöku alþýðumenningu í Þingeyjarsýslu sem þar varð til á síðari hluta 19. aldar og upphafi þeirrar tuttugustu, rætur hennar, einkenni, vöxt hennar og viðgang.

Sjóðurinn er stofnaður til minningar um Aðalgeir Kristjánsson (f. 30. maí 1924, d. 18. júlí 2021).

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Aðalgeir lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands árið 1953, stundaði framhaldsnám við Óslóarháskóla 1954–55 og vann við rannsóknir og útgáfustörf í Kaupmannahöfn veturna 1955–58.

Árið 1974 varði hann við Háskóla Íslands doktorsritgerð sína Brynjólfur Pétursson, ævi og störf. Hann var settur bókavörður við Landsbókasafn Íslands 1959–1961, en starfaði sem skjalavörður við Þjóðskjalasafn Íslands frá árinu 1961 til starfsloka, og sem fyrsti skjalavörður frá 1970.

Aðalgeir stundaði ritstörf og rannsóknir meðfram störfum á Þjóðskjalasafninu, og að loknum embættisskyldum einbeitti hann sér að sagnfræðirannsóknum.

Aðalgeir telst meðal virtustu og afkastamestu sagnfræðinga seinni tíma, en sérsvið hans var 19. öldin og ekki síst stjórnmálasaga, menningarsaga og samskipti Dana og Íslendinga.

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn.

Í stjórn sjóðsins sitja:

  • Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor
  • Guðmundur Hálfdánarson, prófessor 
  • Kristján Árnason, prófessor
     

Staðfest skipulagsskrá fyrir Sagnfræðisjóð Aðalgeirs Kristjánssonar (PDF).

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Í umsókn um styrk þurfa eftirtalin atriði að koma fram:

  1. Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og netfang. 
  2. Heiti verkefnis, markmið og vísindalegt eða hagnýtt gildi.
  3. Útdráttur: Hnitmiðuð lýsing á verkefninu, sem verður nýtt til almennrar umfjöllunar og kynningar, hljóti verkefnið styrk (hámark 150 orð).
  4. Veigameiri lýsing á verkefninu þar sem fram kemur nánari lýsing á markmiðinu með verkefninu, framkvæmd þess og afrakstri (hámark 800 orð).
  5. Upphaf verkefnis (mánuður, ár).
  6. Tímaáætlun og fjárhagsáætlun verkefnis.
  7. Samstarfsaðilar og aðrir styrkaðilar verkefnis ef við á.
  8. Hvernig styrkurinn verður notaður hljóti verkefnið styrk.
  9. Upplýsingar um annan fjárhagslegan stuðning.
  10. Nöfn, símanúmer og netföng tveggja mögulegra meðmælenda.
  11. CV og ritaskrá (fylgiskjal).

 

Hámarkslengd umsóknar skal vera fjórar síður fyrir utan fylgiskjöl. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að veita fleiri en einum umsækjanda styrk, hafna öllum og/eða úthluta styrkjum með öðrum hætti. 

Styrkþegi skal gera grein fyrir stöðu verkefnisins að ári liðnu. Ef styrkur er ekki nýttur í samræmi við umsókn skal honum skilað.

Styrkhafar

2024

  • Úlfar Bragason
  • Trausti Dagsson og Rósa Þorsteinsdóttir 

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2024.

Fréttir af sjóðnum

Styrkþegar ásamt rektor og stjórn sjóðsins.
Stjórn sjóðsins ásamt rektor. Frá vinstri: Jón Atli Benediktsson, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Kristján Árnason og Guðmundur Hálfdánarson.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Share