Hópmynd af styrkhöfun frá úthlutun styrkja.

Sjóður Steingríms Arasonar

Markmiðið sjóðsins er að efla og styrkja rannsóknir og nám í menntunar- og kennslufræðum.

Hópmynd af styrkhöfun frá úthlutun styrkja.

Sjóður Steingríms Arasonar

Markmiðið sjóðsins er að efla og styrkja rannsóknir og nám í menntunar- og kennslufræðum.

Styrkja á kennara og sérfræðinga í þessum fræðum. Jafnframt má veita nemendum styrki til skiptináms.

Megintilgangur sjóðsins er að efla sérfræðiþekkingu í menntunar- og kennslufræðum með fjárstyrkjum til:

  • Rannsókna sem fela í sér nýsköpun þekkingar á sviðinu
  • Þróunarverkefna  sem efla fræðilegt og faglegt framlag á sviðinu
  • Skiptináms í menntunar- og kennslufræðum  við erlenda háskóla

Sjóðurinn heitir nú Sjóður Steingríms Arasonar. Sjóðurinn hét áður Columbiasjóður en hann var stofnaður með peningagjöf Steingríms Arasonar kennara árið 1939.

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Steingrímur Arason (1879-1951) lauk kennaraprófi frá Flensborgarskóla árið 1908. Hann stundaði háskólanám í uppeldis- og menntunarfræði, fyrstur Íslendinga, við Teachers College í Columbia háskóla í Bandaríkjunum (1915-1920). Hann starfaði við kennslu barna og unglinga í Eyjafirði og Reykjavík en aðalkennslustörf hans voru við Kennaraskólann þar sem hann kenndi í 20 ár. Steingrímur kynntist hugmyndum John Dewey í Bandaríkjunum og kynnti þær kennurum og kennaraefnum.

Steingrímur sinnti mannúðar og félagsmálum og lét auk þess flest sem tengdist mennta og uppeldismálum sig varða. Hann beitti sér fyrir nýjungum í námsefnisgerð, kennsluháttum og námsmati. Hann lagði áherslu á frjálslegar kennsluaðferðir þar sem leikurinn var í hávegum.

Steingrímur var brautryðjandi í menntun ungra barna og var í forystusveit þegar fyrstu leikskólarnir á Íslandi voru settir á fót. Hann var stofnandi Barnavinafélagsins Sumargjöf og formaður þess fyrstu 15 árin.

Auk handbóka um kennslu ritaði Steingrímur fjölda greina og flutti ávörp um uppeldi og kennslu.

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

Menntavísindasvið Háskóla Íslands með stjórn sjóðsins.

Staðfest skipulagsskrá Sjóðs Steingríms Arasonar (PDF).

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Í umsókn um styrk þurfa eftirtalin atriði að koma fram:

  1. Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og virkt netfang.
  2. Helstu atriði úr náms- og starfsferilsskrá umsækjanda.
  3. Heiti verkefnis, markmið og vísindalegt gildi.
  4. Hnitmiðuð lýsing á verkefninu, að hámarki 150 orð, sem verður nýtt til almennrar umfjöllunar og kynningar, hljóti verkefnið styrk.
  5. Veigameiri lýsing á verkefninu, að hámarki ein blaðsíða, þar sem fram kemur lýsing á markmiðinu með verkefninu, framkvæmd þess og mati á afrakstri, ásamt umfjöllun um hvernig verkefnið samrýmist markmiðum sjóðsins.
  6. Tímaáætlun og fjárhagsáætlun verkefnis.
  7. Nöfn, símanúmer og netföng mögulegra meðmælenda.

 

Ef um rannsóknarverkefni er að ræða skal auk ofangreinds gera grein fyrir helstu efnisþáttum þess.

  • Samstarfsaðilar verkefnis ef við á.
  • Hvernig styrkurinn verður notaður, hljóti verkefnið styrk.
  • Upplýsingar um annan fjárhagslegan stuðning.

Hámarkslengd umsóknar skal vera þrjár síður fyrir utan fylgiskjöl. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Stjórn sjóðanna áskilur sér rétt til að veita fleiri en einum umsækjanda styrk, hafna öllum og/eða úthluta styrkjum með öðrum hætti. Áhersla er lögð á vönduð fræðileg vinnubrögð við gerð umsóknar.

Gert er ráð fyrir að styrkþegi skili sjóðnum skýrslu með helstu niðurstöðum og árangri af verkefninu þegar því lýkur.

 
Styrkhafar

2023

  • Berglind Lilja Guðmundsdóttir 
  • Auður Magndís Auðardóttir og Íris Ellenberger
  • Bryndís Jóna Jónsdóttir
  • Sandra Rebekka Önnudóttir Arnarsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2023.

2021

  • Björn Rúnar Egilsson
  • Jóhann Björnsson

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2021.

2019

  • Jóhann Örn Sigurjónsson
  • Ása Helga Ragnarsdóttir, Rannveig Björk Þorkelsdóttir og Jóna Guðrún Jónsdóttir
  • Ósk Dagsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2019.

2017

  • Ásthildur Bjarney Snorradóttir og Bergrós Ólafsdóttir
  • Bjarnheiður Kristinsdóttir
  • Eva Harðardóttir
  • Hákon Sæberg
  • Ragný Þóra Guðjohnsen og Eygló Rúnarsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2017.

Fréttir af sjóðnum

Styrkhafar úr Sjóði Steingríms Arasonar ásamt rektor og forseta Menntavísindasviðs. Frá vinstri: Jón Atli Benediktsson rektor, Berglind Lilja Guðlaugsdóttir doktorsnemi, Sandra Rebekka Önnudóttir Arnarsdóttir doktorsnemi, Bryndís Jóna Jónsdóttir doktorsnemi, Íris Ellenberger dósent og Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindaviðs.
Björn og Jóhann hlutu styrki fyrir doktorsverkefni sín úr Styrktarstjóði Steingríms Arasonar fimmtudaginn 10. júní síðastliðinn. Frá vinstri: Kolbrún Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs, Björn Rúnar Egilsson, doktorsnemi, Jóhann Björnsson, doktorsnemi, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Share