
Styrkja á kennara og sérfræðinga í þessum fræðum. Jafnframt má veita nemendum styrki til skiptináms.
Megintilgangur sjóðsins er að efla sérfræðiþekkingu í menntunar- og kennslufræðum með fjárstyrkjum til:
- Rannsókna sem fela í sér nýsköpun þekkingar á sviðinu
- Þróunarverkefna sem efla fræðilegt og faglegt framlag á sviðinu
- Skiptináms í menntunar- og kennslufræðum við erlenda háskóla
Sjóðurinn heitir nú Sjóður Steingríms Arasonar. Sjóðurinn hét áður Columbiasjóður en hann var stofnaður með peningagjöf Steingríms Arasonar kennara árið 1939.