
Sjóðurinn er stofnaður árið 1980 af Svövu Storr, ekkju Ludvigs Storr, og dóttur hans, Önnu Dúfu Storr.
Tekjur sjóðsins eru húsaleigutekjur af Laugavegi 15 í Reykjavík.
Við mat á því hvort umsækjandi skuli hljóta styrk skal lagt til grundvallar hvort framhaldsnám umsækjanda eða rannsóknir geti stuðlað að raunhæfum framförum í þeirri grein, sem um ræðir.