""

Nýsköpunarsjóður dr. Þorsteins Inga Sigfússonar

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að auknum áhuga á nýsköpun og er hlutverk hans að styrkja efnilega frumkvöðla, nemendur eða vísindamenn, sem með einhverjum hætti sinna verkefnum eða rannsóknum er lúta að nýsköpun.

""

Nýsköpunarsjóður dr. Þorsteins Inga Sigfússonar

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að auknum áhuga á nýsköpun og er hlutverk hans að styrkja efnilega frumkvöðla, nemendur eða vísindamenn, sem með einhverjum hætti sinna verkefnum eða rannsóknum er lúta að nýsköpun.

Sjóðurinn er stofnaður 4. júní 2020 til minningar um dr. Þorstein Inga Sigfússon (f. 4. júní 1954, d. 15. júlí 2019). Stofnandi sjóðsins er Bergþóra K. Ketilsdóttir, ekkja Þorsteins Inga.

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Þorsteinn Ingi lauk doktorsnámi í eðlisfræði frá Cambridge-háskóla í Englandi árið 1983 og var kjörinn „Research Fellow“ við Darwin College árið áður. Hann hóf störf sem fræðimaður við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands árið 1982 og síðar sem prófessor í eðlisfræði við háskólann. Fjöldi meistara- og doktorsnema stundaði rannsóknir undir hans leiðsögn.

Þorsteinn Ingi vann ötullega að tengingu háskóla og atvinnulífs og kom að stofnun og stjórnarmennsku sprotafyrirtækja á mörgum sviðum. Hann var frumkvöðull á sviði orkurannsókna á Íslandi, sat í stjórn Íslenskrar nýorku og var eindreginn talsmaður þess að draga úr losun koltvíoxíðs í andrúmslofti. Um árabil var Þorsteinn Ingi formaður framkvæmdanefndar alþjóðasamtakanna IPHE (International Partnership for the Hydrogen Economy) og einnig meðlimur í Samráðsþingi Columbia-háskóla um loftslagsbreytingar (Roundtable on Climate Change). Þorsteinn Ingi varð forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (NMÍ) við stofnun hennar 2007. Þar beitti hann kröftum sínum til uppbyggingar víðtækrar frumkvöðlastarfsemi og miðlunar þekkingar.

Eftir Þorstein Inga liggur fjöldi ritrýndra vísindagreina auk annarra skrifa. Árið 2004 var Þorsteinn Ingi sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir vísindastörf og framlag til hátækniatvinnugreina. Hann hlaut rússnesku Alheimsorkuverðlaunin árið 2007 fyrir framlag sitt til vetnismála.

Stjórn sjóðsins skipa:

  • Hermann Kristjánsson, verkfræðingur og frumkvöðull
  • Dr. Þór Sigfússon hagfræðingur
  • Dr. Guðrún Pétursdóttir dósent

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn.

Staðfest skipulagsskrá nýsköpunarsjóðs dr. Þorsteins Inga Sigfússonar (PDF).

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Styrkhafar

2024

  • Fyrirtækið Grein Research 

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2024

2023

  • Fyrirtækið Atmonia ehf.

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2023

2022

  • Ljósvörpuverkefni Optitogs ehf. 

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2022

2021

  • Sigurður Reynir Gíslason

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2021

Fréttir af sjóðnum

Sunna Ólafsdóttir Wallevik tekur við viðurkenningunni úr hendi Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands.
Dr. Árni Sigurður Ingason, framkvæmdastjóri hjá Grein Research tók við viðurkenningunni úr hendi Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands, á hátíðarmálþingi sem haldið var á vegum háskólans til minningar um Þorstein Inga þann 4. júní.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Share