""

Rannsóknarsjóður Össurar og Ottobock

Tilgangur Rannsóknarsjóðs Össurar og Ottobock er að fjármagna grunn- og hagnýtar vísindarannsóknir og frumkvöðlaverkefni á sviði háþróaðrar taugastjórnunar á gervilimum. 

""

Rannsóknarsjóður Össurar og Ottobock

Tilgangur Rannsóknarsjóðs Össurar og Ottobock er að fjármagna grunn- og hagnýtar vísindarannsóknir og frumkvöðlaverkefni á sviði háþróaðrar taugastjórnunar á gervilimum. 

Sjóðurinn er stofnaður við Háskóla Íslands árið 2016 með fjárframlagi frá fyrirtækjunum Össur hf. og Ottobock.

Sjóðurinn er alþjóðlegur samkeppnissjóður og er opinn bæði vísindamönnum og nemendum sem stunda rannsóknir við háskóla, rannsóknarstofnanir og fyrirtæki um víða veröld.

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Össur hf. og Ottobock eru í hópi fremstu fyrirtækja heims á sviði stoðtækja og stuðningsvara og fjárfesta mikið í rannsóknum og vöruþróun.

Össur hf. var stofnað á Íslandi 1971 og höfuðstöðvar þess eru í Reykjavík.

Ottobock var stofnað í Þýskalandi árið 1919.

Bæði fyrirtækin hafa umfangsmikla starfsemi um allan heim og vilja með stofnun sjóðsins stuðla að þróun framúrskarandi tækni til að auka lífsgæði og hreyfanleika fólks. 

Stjórn sjóðsins

  • Þorvaldur Ingvarsson, fulltrúi Háskóla Íslands, formaður
  • Ebba Þóra Hvannberg, fulltrúi Háskóla Íslands
  • Hildur Einarsdóttir, fulltrúi Össurar hf.
  • Andreas Hahn, fulltrúi Ottobock
  • Rögnvaldur Sæmundsson, varamaður

 

Staðfest skipulagsskrá Rannsóknarsjóður Össurar og Ottobock (PDF).

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Óskað er eftir að í umsókn komi fram:

  1. Nafn umsækjenda: Starfsheiti og starfshlutfall, stofnun og hlutverk í verkefninu,
  2. Heimilisfang, netfang og ORCID-númer
  3. Heiti rannsóknarverkefnis á ensku: Hámark 60 stafir.
  4. Lykilorð / áherslusvið: Hámark 60 stafir.
  5. Útdráttur: Hámark 1200 stafir.
  6. Þekkingar- og vísindalegt gildi, markmið, rannsóknaráætlun og aðferðafræði: Hámark 10 blaðsíður. Skila skal sem PDF-skjali, aðskilið.
  7. Heimildaskrá: Skila skal sem PDF-skjali, aðskilið.
  8. Ferilskrár rannsakenda: Skila skal sem PDF-skjali, aðskilið.
  9. Fjöldi styrkjaára sem sótt er um.
  10. Upphæð styrks sem sótt er um fyrir hvert ár.
  11. Sundurliðuð kostnaðaráætlun: Launakostnaður, rekstrarvörur, ferðalög, annar kostnaður (þ.m.t. undirverktakar), yfirbygging. Hámark 2000 stafir.
  12. Fyrri verk og önnur gögn: Tengd fyrri verk, útgáfur og styrkir: Skila skal sem PDF-skjali, aðskilið.
  13. Önnur atriði sem varða umsóknina: Hámark 1200 stafir.

Sjá dæmi um umsóknarform(PDF).

Styrkhafar

2023

  • Dr. Matija Strbac
  • Herman van den Kooij
  • Kristín Briem

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2023.
See the coverage of the 2023 grant recipients(in english).

Fréttir af sjóðnum

art of the team behind “Prosthetic leg with intent control and sensory feedback.” with the University Rector and chairman of the board. From the left: Þorvaldur Ingvarsson, Jón Atli Benediktsson, Kristín Briem, Atli Örn Sverrisson, og Sigurður Brynólfsson.
art of the team behind “Prosthetic leg with intent control and sensory feedback.” with the University Rector and chairman of the board. From the left: Þorvaldur Ingvarsson, Jón Atli Benediktsson, Kristín Briem, Atli Örn Sverrisson, og Sigurður Brynólfsson.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Share