
Sjóðnum má verja sem hér segir:
- Til þess að greiða kostnað við útreikning á almanökum háskólans.
- Til þess að kaupa tæki og áhöld, sem þarfleg eru fyrir útreikning almanakanna.Hlutir þessir verða eign háskólans en þeir sem reikna út almanökin hafa forgangsrétt til að nota þá.
- Til rannsókna á stjarnfræði og rímfræði, stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði og til útgáfu vísindalegra rita í þessum fræðum.
- Til fræðslu í stærðfræðilegum vísindum í háskólanum.
- Til þess að styðja fræðimenn til að fullkomna þekkingu sína í stærðfræðilegum vísindum erlendis. Námsstyrk má og veita stúdentum sem komnir eru vel á veg.