Frá úthlutun úr sjóði dr. Björns Þorsteinssonar

Sagnfræðisjóður dr. Björns Þorsteinssonar

Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum stúdenta við nám undir kandídatspróf í sagnfræði og kandídata í sömu grein til að rannsaka og vinna að ritum um sérstök efni, er varða sögu Íslands eða efni því nátengt.

Frá úthlutun úr sjóði dr. Björns Þorsteinssonar

Sagnfræðisjóður dr. Björns Þorsteinssonar

Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum stúdenta við nám undir kandídatspróf í sagnfræði og kandídata í sömu grein til að rannsaka og vinna að ritum um sérstök efni, er varða sögu Íslands eða efni því nátengt.

Veita má manni styrk til sams konar verkefna, er ekki hefur verið í Háskóla Íslands, og er sérstakar ástæður mæla með því að mati stjórnar og öll stjórnin er sammála þar um.

Sjóðurinn var stofnaður árið 1986 af Guðrúnu Guðmundsdóttur, ekkju dr. Björns Þorsteinssonar, og dóttur þeirra, Valgerði Björnsdóttur.

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Björn Þorsteinsson fæddist 20. mars 1918 og lést 6. október 1986. Hann starfaði við kennslu í gagnfræða- og menntaskólum og í Háskóla Íslands. Eftir hann liggja fjölmargar bækur og greinar um Íslandssögu sem allar eiga það sammerkt að vera vekjandi og glæsilega skrifaðar.

Meðal verka Björns má nefna:

  • Íslenzka þjóðveldið (1953)
  • Íslenzka skattlandið (1956)
  • Ævintýri Marcellusar Skálholtsbiskups (1965)
  • Ný Íslandssaga (1966)
  • Enskar heimildir um sögu Íslands á 15. og 16. öld (1969)
  • Enska öldin í sögu Íslands (doktorsritgerð 1970),
  • Tíu þorskastríð 1415-1976 (1976)
  • Íslenzk miðaldasaga (1978)
  • Á fornum slóðum og nýjum (ritgerðasafn 1978)
  • Island (1985).

Auk þess liggja eftir Björn útgáfur á verkum annarra, Íslendingasögum og ljóðum. Þá hafði hann forgöngu um útgáfu heimildasafna og gaf m.a. út eitt bindi af Íslenzku fornbréfasafni (XVI 1952-59).

Björn var forseti Sögufélagsins og ritstjóri tímarits þess, Sögu, um margra ára skeið. Einnig hafði hann forystu um stofnun annarra félaga og naut sín hvað best sem brautryðjandi og leiðtogi á meðal samstarfsmanna.

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.

Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur mönnum og skulu þeir útnefndir af eftirgreindum aðilum, einn af hverjum: Stjórn Sagnfræðistofnunar Heimspekideildar H.Í., stjórn Sögufélagins og Háskólaráði. Frá breyttu skipulagi Háskóla Íslands árið 2008 heitir Heimspekideild nú Sagnfræði- og heimspekideild og heyrir undir Hugvísindasvið.

Í stjórn sjóðsins sitja:

  • Sverrir Jakobsson prófessor, sverrirj@hi.is
  • Guðmundur Jónsson prófessor, gudmjons@hi.is
  • Unnur Birna Karlsdóttir, forstöðumaður, unnurk@hi.is

 

Staðfest skipulagsskrá Sagnfræðisjóðs dr. Björns Þorsteinssonar (PDF).

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Óskað er eftir að í umsókn komi fram:

  1. Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og virkt netfang.
  2. Helstu atriði úr náms- og starfsferli umsækjanda.
  3. Heiti rannsóknarverkefnisins, markmið og vísindalegt gildi þess. Hnitmiðuð lýsing á verkefninu, 2-3 málsgreinar, sem verður nýtt til almennrar umfjöllunar og kynningar hljóti verkefnið styrk.
  4. Veigameiri lýsing á rannsóknarverkefninu, ein blaðsíða að hámarki. Fram komi hvernig verkefninu er ætlað að auka við núverandi þekkingu á efninu og hvernig verkefnið samræmist markmiðum sjóðsins. Sé ætlunin að óska eftir stuðningi við hluta af stærra verkefni skal koma fram til hvaða þáttar sótt er um.
  5. Tímaáætlun, fjárhagsáætlun og yfirlit yfir helstu samstarfsaðila í verkefninu. Upplýsingar um annan fjárhagslegan stuðning við verkefnið komi einnig fram.
  6. Áætlun um námsframvindu ef umsækjandi er námsmaður.
  7. Nöfn, símanúmer og netföng þeirra sem leita má til um meðmæli.

Hámarkslengd umsóknar er þrjár síður. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. 

Styrkþega ber að skila sjóðnum skriflegri greinargerð um stöðu námsins innan árs frá afhendingu styrks. 

Stjórn áskilur sér rétt til að veita fleiri en einum umsækjanda styrk, hafna öllum og/eða úthluta styrkjum með öðrum hætti.

Styrkhafar

2024

  • Matthías Aron Ólafsson

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2024.

2022

  • Emil Gunnlaugsson
  • Jón Kristinn Einarsson

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2022.

2018

  • Gunnar Marel Hinriksson

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2018.

Fréttir af sjóðnum

Frá afhendingu styrksins á rektorsskrifstofu. Frá vinstri: Guðmundur Jónsson, Sverrir Jakobsson, Matthías Aron Ólafsson og Jón Atli Benediktsson.
Styrkþegar ásamt rektor og stjórn sjóðsins. Frá vinstri: Guðmundur Jónsson prófessor, Jón Atli Benediktsson rektor, Jón Kristinn Einarsson, Emil Gunnlaugsson, Sverrir Jakobsson prófessor og Unnur Birna Karlsdóttir forstöðumaður.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Share