Stjórn Styrktarsjóða Háskóla Íslands er skipuð af háskólaráði og hefur hún eftirlitshlutverk með fjárvörslu sjóðanna. Stjórnin er skipuð þremur einstaklingum til þriggja ára í senn.
Stjórn Styrktarsjóða HÍ tímabilið 2023-2025
- Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði og formaður stjórnar
- Valgerður Sólnes, prófessor í lögfræði
- Jóhann Ómarsson viðskiptafræðingur og ráðgjafi
Varamaður í stjórn
- Sigurður Jóhannesson, sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun



Viltu styrkja?
Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.