
Sjóðurinn heitir Doktorssjóður Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Sjóðurinn er stofnaður við sameiningu sjóða sem ekki hafa verið virkir um árabil, tengjast ekki ákveðnum fræðasviðum og/eða deildum í Háskóla Íslands og heyra undir Styrktarsjóði Háskóla Íslands ásamt peningagjöfum.
Sjóðurinn er sameinaður sjóður eftirtalinna sjóða sem stofnaðir voru undir hatti Styrktarsjóða Háskóla Íslands:
- Sjóðasafn Háskóla Íslands
- Gjafasjóður Guðmundar J. Andréssonar gullsmiðs
- Gjöf Gunnar Th. Bjargmundssonar
- Framfarasjóður B. H. Bjarnasonar kaupmanns
- Gjöf Soffíu Jónsdóttur Sörensen
- Háskólasjóður Stúdentafélags Reykjavíkur
- Gjafasjóður Guðmundar Thorsteinssonar
- Styrktarsjóður Ragnheiðar Jónsdóttur
- Minningarsjóður Theódórs Johnson