""

Doktorssjóður Styrktarsjóða HÍ

Tilgangur sjóðsins er að styðja við og efla doktorsnám við Háskóla Íslands.

""

Doktorssjóður Styrktarsjóða HÍ

Tilgangur sjóðsins er að styðja við og efla doktorsnám við Háskóla Íslands.

Sjóðurinn heitir Doktorssjóður Styrktarsjóða Háskóla Íslands. Sjóðurinn er stofnaður við sameiningu sjóða sem ekki hafa verið virkir um árabil, tengjast ekki ákveðnum fræðasviðum og/eða deildum í Háskóla Íslands og heyra undir Styrktarsjóði Háskóla Íslands ásamt peningagjöfum. 

Sjóðurinn er sameinaður sjóður eftirtalinna sjóða sem stofnaðir voru undir hatti Styrktarsjóða Háskóla Íslands:

  • Sjóðasafn Háskóla Íslands
  • Gjafasjóður Guðmundar J. Andréssonar gullsmiðs
  • Gjöf Gunnar Th. Bjargmundssonar
  • Framfarasjóður B. H. Bjarnasonar kaupmanns
  • Gjöf Soffíu Jónsdóttur Sörensen
  • Háskólasjóður Stúdentafélags Reykjavíkur
  • Gjafasjóður Guðmundar Thorsteinssonar
  • Styrktarsjóður Ragnheiðar Jónsdóttur
  • Minningarsjóður Theódórs Johnson
Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Nýjum styrkjum úr doktorssjóðum Háskóla Íslands, Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands, fylgir ráðstöfunarfé úr Doktorssjóði Styrktarsjóða Háskóla Íslands til reksturs doktorsverkefna styrkþega. Styrkfjárhæð er háð ávöxtun Doktorssjóðs Styrktarsjóða Háskóla Íslands.

Vísinda- og nýsköpunarsvið og Miðstöð framhaldsnáms hafa umsjón með sjóðnum og annast úthlutun styrkja í umboði stjórnar hans.

Í stjórn sjóðsins sitja:

  • Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og formaður stjórnar
  • Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri sameiginlegrar stjórnsýslu
  • Guðlaug Þóra Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri Miðstöðvar framhaldsnáms

Staðfest skipulagsskrá Doktorssjóðs Styrktarsjóða HÍ (PDF). 

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Styrkhafar

2025

  • Sautján doktorsnemar við Háskóla Íslands fengu úthlutað rekstrarstyrkjum vegna doktorsverkefna sinna

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2025.

2024

  • Tuttugu og sex doktorsnemar við Háskóla Íslands fengu úthlutað rekstrarstyrkjum vegna doktorsverkefna sinna

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2024.

2022

  • Þrjátíu og sex doktorsnemardoktorsnemar við Háskóla Íslands fengu úthlutað rekstrarstyrkjum vegna doktorsverkefna sinna

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2022.

Fréttir af sjóðnum

Gimli bygging Háskóla Íslands ber við bláan himinn.
Aðalbygging Háskóla Íslands ber við bláan himinn.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Share