
Starfssjóður Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands veitir viðurkenningu fyrir mikilsvert rannsóknarframlag sem stuðlað hefur að framgangi verkfræðirannsókna við Háskóla Íslands.
Sjóðurinn er stofnaður af Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund með gjafabréfi dagsettu 29. október 1987 í tilefni af 65 ára afmæli þess. Stofnframlagið er til minningar um verkfræðingana Knud Ziemsen borgarstjóra og Jón Þorláksson borgarstjóra.