""

Starfssjóður Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands

Tilgangur sjóðsins er að verðlauna verkfræðinga fyrir áhugaverð og vel unnin rannsóknarstörf er stuðlað hafa að framgangi verkfræðirannsókna við Háskóla Íslands.

""

Starfssjóður Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands

Tilgangur sjóðsins er að verðlauna verkfræðinga fyrir áhugaverð og vel unnin rannsóknarstörf er stuðlað hafa að framgangi verkfræðirannsókna við Háskóla Íslands.

Starfssjóður Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands veitir viðurkenningu fyrir mikilsvert rannsóknarframlag sem stuðlað hefur að framgangi verkfræðirannsókna við Háskóla Íslands.

Sjóðurinn er stofnaður af Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund með gjafabréfi dagsettu 29. október 1987 í tilefni af 65 ára afmæli þess. Stofnframlagið er til minningar um verkfræðingana Knud Ziemsen borgarstjóra og Jón Þorláksson borgarstjóra.

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.

Skipulagsskrá Starfssjóðs Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands (pdf).

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Styrkhafar

2012

  • Dr. Ragnar Sigbjörnsson, prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði við Verkfræðistofnun Háskóla Íslands.

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2012

2007

  • Gunnars Stefánssonar dósent.

2006

  • Jón Atli Benediktsson, prófessor og aðstoðarrektor Háskóla Íslands.

Fréttir af sjóðnum

Úthlutun úr Starfssjóði Verkfræðistofnunar Háskóla Íslansd 2012.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Share