Bent Scheving Thorsteinsson og fleiri

Verðlaunasjóður Bergþóru og Þorsteins Schevings Thorsteinssonar lyfsala

Markmið sjóðsins er að veita verðlaun fyrir vísindaleg afrek og styrkja rannsóknir og framhaldsnám í lyfjafræði.

Bent Scheving Thorsteinsson og fleiri

Verðlaunasjóður Bergþóru og Þorsteins Schevings Thorsteinssonar lyfsala

Markmið sjóðsins er að veita verðlaun fyrir vísindaleg afrek og styrkja rannsóknir og framhaldsnám í lyfjafræði.

Bent Scheving Thorsteinsson stofnaði sjóðinn 25. maí 2001, með framlagi hlutafjár sem hann gefur til minningar um föður sinn Þorstein Scheving Thorsteinsson lyfsala í Reykjavíkurapóteki og eiginkonu hans Bergþóru Patursson. Bergþóra var fædd 26. febrúar 1898 í Kirkjubæ í Færeyjum, dáin 22. október 1970 í Reykjavík, og Þorstein Scheving Thorsteinsson var fæddur 11. febrúar 1890 á Brjánslæk í Vestur-Barðastrandarsýslu, dáinn 23. apríl 1971 í Reykjavík.

Sjóðurinn er einn þriggja sjóða sem Bent hefur stofnað við Háskóla Íslands. Hinir eru Verðlaunasjóður Óskars Þórðarsonar barnalæknis, sem hefur það markmið að veita verðlaun fyrir vísindaleg afrek, rannsóknir, ritgerðir og skylda starfsemi á sviði barnalækninga, og Styrktarsjóður Margaretar og Bents Scheving Thorsteinssonar, sem ætlað er að styðja við rannsóknir á sviði eineltis.

Það er ósk gefanda að verðlaunum sé úthlutað við hátíðlega opinbera athöfn og þess þá getið í hverra minningu þau eru veitt, og fram tekið hverjum veitt, upphæð verðlauna og framlag verðlaunahafa.

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Þorsteinn Scheving Thorsteinsson var lyfjafræðingur og apótekari í Reykjavíkurapóteki frá því hann lauk námi 1918 og fram til ársins 1962. Hann var einn af stofnendum Lyfsalafélags Íslands, sem síðar varð Apótekarafélag Íslands, og formaður Félags íslenskra lyfjafræðinga um hríð.

Þorsteinn var velgjörðarmaður Háskóla Íslands, stofnaði meðal annars styrktarsjóð við skólann í minningu foreldra sinna, Þórunnar og Davíðs Scheving Thorsteinssonar árið 1940 og gaf Háskólanum kortasafn sitt. Þá prýða fágætir munir úr Reykjavíkurapóteki húsnæði lyfjafræðideildar í Haga við Hofsvallagötu. Þeir voru fluttir þangað úr húsnæði apóteksins í Austurstræti þegar Háskólinn lagði niður rekstur þess og seldi húsnæðið. Margir þessara muna bera fagurt vitni um stórhug og fagmennsku apótekaranna í Reykjavíkurapóteki á fyrri hluta síðustu aldar.

Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins eiga sæti í stjórn sjóðsins lyfsalinn í Reykjavíkurapóteki, formaður nefndarinnar, kennarinn í lyflæknisfræði í Læknadeild, forstöðumaður Lyffræðingaskóla Íslands, þangað til sá skóli verður væntanlega lagður undir háskólann, en síðar forstöðumaður (kennari) þeirrar deildar, kennarinn í lyfjafræði í Læknadeild, læknir tilnefndur af Læknafélagi Íslands, lyfsali tilnefndur af stéttarfélagi lyfsala og lyfjafræðingur tilnefndur af Lyffræðingafélagi Íslands. Meðan nefndarmenn eru aðeins 6 skal formaður hafa úrslitaatkvæði, ef atkvæði eru jöfn.

Kjörtímabil þeirra þriggja nefndarmanna, sem tilnefndir eru, skal vera þrjú ár. Af þeim, sem eru tilnefndir í upphafi, skal einn ganga úr eftir eitt ár og annar eftir tvö ár, samkvæmt hlutkesti.

Engin stjórn er starfandi fyrir sjóðinn sem stendur. Til þess að hægt sé að skipa stjórn sjóðsins skv. skipulagsskrá þarf að gera breytingar á þeirri grein sem segir til um skipun stjórnar.

Með umsjón sjóðsins fóru síðast:

 

Staðfest skipulagsskrá fyrir Verðlaunasjóð Bergþóru og Þorteins Scheving Thorsteinssonar lyfsala (PDF).

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Styrkhafar

2025

  • Goraksha Khose
  • Ismael Abo Horan

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2025.

2023

  • Freyja Jónsdóttir,
  • Kristrún Ýr Holm
  • Oddný Björgvinsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2023.

2022

  • Suppakan Sripetch
  • Ellen Kalesi Gondwe Mhango

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2022.

2021

  • Manisha Prajapati
  • Vivien Nagy

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2021.

2020

  • Blanca Lorenzo Veiga
  • Ólöf Gerður Ísberg
  • Pitsiree Praphanwittaya
  • Sankar Rathinam
  • Sebastian Björnsson
  • Unnur Arna Þorsteinsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2020.

2018

  • Finnur Freyr Eiríksson
  • Tijana Drobnjak
  • Venu Gobal Reddy Patlolla
  • Agnieszka Popielec

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2018.

2016

  • Ana Margarida Pinto e Costa
  • Xiaxia Di, Maonian Xu
  • Sunna Jóhannesdóttir
  • Phennapha Saokham
  • André Rodrigues Sá Couto

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2016.

2015

  • Chutimon Muankaew
  • Ingólfur Magnússon

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2015.

2014

  • Zoltán Fülöp
  • Natalia Magdalena Pich,
  • Ása Bryndís Guðmundsdóttir
  • Anna Bryndís Blöndal

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2014.

2013

  • Priyanka Sahariah
  • Eydís Einarsdóttir
  • Elena Ukhatskaya

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2013.

2012

  • Vivek S. Gaware
  • Varsha A. Kale

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2012.

2011

  • Maria Dolores Moya Ortega
  • Guðrún Þengilsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2011.

2010

  • Berglind Eva Benediktsdóttir
  • Martin Messner
  • Sophie Jensen

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2010.

2008

  • Bergþóra Sigríður Snorradóttir
  • Phatsawee Jansook
  • Fífa Konráðsdóttir
  • Skúli Skúlason

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2008.

2007

  • Elsa Steinunn Halldórsdóttir
  • Ögmundur Viðar Rúnarsson

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2007.

  • Þórunn Ósk Þorgeirsdóttir, styrkþegi 2005
  • Sesselja S. Ómarsdóttir lektor, styrkþegi 2005
  • Hákon Hrafn Sigurðsson dósent, styrkþegi 2005
  • Þorsteinn Þorsteinsson, styrkþegi 2002

Fréttir af sjóðnum

Styrkþegarnir Ismael Abo Horan og Goraksha Khose ásamt rektor Háskóla Íslands, Jóni Atla Benediktssyni, og Berglindi Evu Benediktsdóttur, forseta Lyfjafræðideildar.
Styrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt stjórnarmanni í sjóðnum og rektor. Frá vinstri: Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor í lyfjafræði og stjórnarmaður, Sigrún Helga Holm, sem tók við styrk fyrir hönd systur sinnar, Kristrúnar Ýrar, Freyja Jónsdóttir, Oddný Björgvinsdóttir og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Share