
Minningarsjóður Guðrúnar Marteinsdóttur var stofnaður árið 2004 til minningar um Guðrúnu Marteinsdóttir, lektor og síðan dósents við námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands. Guðrún var fædd 15. janúar 1952 og lést 24. nóvember 1994. Skólasystur, starfsfélagar í námsbraut í hjúkrunarfræði og aðrir hjúkrunarfræðingar sem átt höfðu samstarf við hana stofnuðu minningarsjóð í þakklætis- og virðingarskyni við hana fyrir brautryðjendastörf í þágu hjúkrunarmenntunar á Íslandi.