Eirberg bygging Háskóla Íslands sem hýsir hjúkrunarfræði

Minningarsjóður Guðrúnar Marteinsdóttur

Tilgangur sjóðsins er að veita nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á sviði heilsugæslu, að styrkja hjúkunarfræðinga til framhaldsnáms og að styðja börn hinnar látnu til 25 ára aldurs.

Eirberg bygging Háskóla Íslands sem hýsir hjúkrunarfræði

Minningarsjóður Guðrúnar Marteinsdóttur

Tilgangur sjóðsins er að veita nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á sviði heilsugæslu, að styrkja hjúkunarfræðinga til framhaldsnáms og að styðja börn hinnar látnu til 25 ára aldurs.

Minningarsjóður Guðrúnar Marteinsdóttur var stofnaður árið 2004 til minningar um Guðrúnu Marteinsdóttir, lektor og síðan dósents við námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands. Guðrún var fædd 15. janúar 1952 og lést 24. nóvember 1994. Skólasystur, starfsfélagar í námsbraut í hjúkrunarfræði og aðrir hjúkrunarfræðingar sem átt höfðu samstarf við hana stofnuðu minningarsjóð í þakklætis- og virðingarskyni við hana fyrir brautryðjendastörf í þágu hjúkrunarmenntunar á Íslandi.

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun, starfar samkvæmt staðfestri skipulagskrá og hefur sjálfstæða stjórn.

Stjórn hans skipa:

  • Deildarforseti hjúkrunarfræðideildar við Háskóla Íslands
  • Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
  • Fulltrúi fjölskyldu Guðrúnar Marteinsdóttur, á meðan sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja börn hinnar látnu, en síðar fulltrúi heilsugæsluhjúkrunarfræðinga sem skipaður er af stjórn fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Sjóðsstjórnin skal annast úthlutun úr sjóðnum og setja um það starfsreglur. Hún heldur gerðabók um sjóðinn, reikninga hans og annað er varðar hag sjóðsins og starf.

Í stjórn sjóðsins sitja:

  • Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar, herdis@hi.is.
  • Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, elsa@hjukrun.is.
  • Guðbjörg Marteinsdóttir, systir Guðrúnar.

 

Skipulagsskrá um Minningarsjóð Guðrúnar Marteinsdóttur (PDF).

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Styrkhafar

2016

  • Sigríður Lilja Magnúsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2016

2014

  • Kristín Georgsdóttir 

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2014

2005

Árið 2005 var úthlutað í fyrsta skipti úr Minningarsjóði Guðrúnar Marteinsdóttur. Ákveðið var að úthluta styrkjum skv. skipulagsskrá til barna Guðrúnar og hlutu þau Héðinn Þór Haraldsson og Maren Freyja Haraldsdóttir 65.000 krónur hvort fyrir sig.

Fréttir af sjóðnum

Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, afhenti viðurkenningu í heilsugæsluhjúkrun á ráðstefnunni Hjúkrun í fararbroddi. Á myndinni er hann ásamt Sigríði Lilju Magnúsdóttur, verðlaunahafa og BS nema í hjúkrunarfræði og Jóhönnu Bernharðsdóttur, formanni stjórnar RSH.
Verðlaunahafinn Kristín Georgsdóttir hjúkrunarfræðinemi með samnemendum sínum í hjúkrunarfræði við HÍ.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Share