
Heimspekisjóður Brynjólfs Bjarnasonar var stofnaður árið 1990 við Háskóla Íslands af Elínu Brynjólfsdóttur (1928-2001) og eiginmanni hennar Godtfred Vestergaard (1929-2018). Elín Brynjólfsdóttir var dóttir Brynjólfs Bjarnasonar, fyrrverandi menntamálaráðherra og heimspekings og Godtfred var danskur verkfræðingur af íslenskum ættum og forstjóri fyrirtækisins Vestergaard Company A/S.