Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, undirritaði skipulagsskrá sjóðsins að viðstaddri stjórn sjóðsins og stjórnarformanni Styrktarsjóða Háskóla Íslands.

Styrktarsjóður Skólabæjar

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að eflingu vísindastarfs Háskóla Íslands með því að veita styrki til doktorsnema.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, undirritaði skipulagsskrá sjóðsins að viðstaddri stjórn sjóðsins og stjórnarformanni Styrktarsjóða Háskóla Íslands.

Styrktarsjóður Skólabæjar

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að eflingu vísindastarfs Háskóla Íslands með því að veita styrki til doktorsnema.

Sjóðurinn er stofnaður til að heiðra minningu hjónanna Jóns Emils Ólafssonar, hæstaréttarlögmanns, f. 27. febrúar 1893, d. 24. júlí 1982, og Margrétar Jónsdóttur, húsfreyju, f. 4. febrúar 1890, d. 28. janúar 1965, sem gáfu Háskóla Íslands eignina Skólabæ við Suðurgötu 26 í Reykjavík, gamlan steinbæ ásamt vönduðu steinsteyptu íbúðarhúsi á sömu lóð. Eldra húsið stóð nálægt þeim stað sem Hólavallaskóli hafði staðið og var því nefnt Skólabær.

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Jón Emil Ólafsson var kunnur borgari í Reykjavík á sinni tíð, austfirskur að uppruna. Hann lauk lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1923, síðastur íslenskra lagamanna, og starfaði við lögfræðistörf í Kaupmannahöfn um hríð, en í Reykjavík frá 1926. Hann var lengi forstjóri líftryggingafélagsins Andvöku og forstjóri Samvinnutrygginga 1954-1958.

Margrét kona hans var dóttir síðustu ábúenda í Skólabæ í Reykjavík, hjónanna Jóns Valdasonar og Sigríðar Jónsdóttur. Fram kemur í gjafabréfinu frá 1972 kvöð um að eignin verði ævarandi eign Háskóla Íslands.

Í fjárlögum ársins 2025 fékkst heimild til að selja eignina og nýta þá fjármuni sem fengjust í þágu kennslu og rannsókna við háskólann, til dæmis með því að efna til sjóðs til styrktar doktorsnemum eða einstökum rannsóknarverkefnum. Með því móti væri heiðruð minning gefenda eignarinnar og virt að eignin, í yfirfærðri merkingu, yrði nýtt í þágu Háskóla Íslands um ókomna tíð.

Rektor Háskóla Íslands skipar úthlutunarnefnd sjóðsins til þriggja ára í senn. Hlutverk úthlutunarnefndar er að halda utan um úthlutanir úr sjóðnum og kynningarmál þeim tengd, í samstarfi við umsjónarmann Styrktarsjóða Háskóla Íslands.

Í úthlutunarnefnd sjóðsins sitja:

  • Sædís Sævarsdóttir, prófessor sem jafnframt er formaður úthlutunarnefndar
  • Guðný Björk Eydal, prófessor
  • Morris Riedel, prófessor.
     

Stjórn
Stjórn Styrktarsjóða Háskóla Íslands, sem skipuð er af háskólaráði, fer með stjórn sjóðsins. Stjórnin fer með æðsta vald í málefnum sjóðsins, fjársýslu og eftirlitshlutverk hans. Stjórnina skipa Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði og formaður stjórnar, Valgerður Sólnes, prófessor við Lagadeild, og Jóhann Ómarsson, viðskiptafræðingur og ráðgjafi. Varamaður í stjórn er Sigurður Jóhannesson hagfræðingur

Skipulagsskrá Styrktarsjóðs Skólabæjar.(PDF)

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Styrkhafar

Ekki hefur verið úthlutað úr sjóðunum.

Fréttir af sjóðnum

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, undirritaði skipulagsskrá sjóðsins að viðstaddri stjórn sjóðsins og stjórnarformanni Styrktarsjóða Háskóla Íslands.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Share