Toshizo Watanabe í pontu í hátíðarsal Háskóla Íslands

Watanabe styrktarsjóðurinn við Háskóla Íslands

Markmið sjóðsins er að styrkja gagnkvæm fræðileg tengsl Íslands og Japans.

Toshizo Watanabe í pontu í hátíðarsal Háskóla Íslands

Watanabe styrktarsjóðurinn við Háskóla Íslands

Markmið sjóðsins er að styrkja gagnkvæm fræðileg tengsl Íslands og Japans.

Watanabe-styrktarsjóðurinn var stofnaður við Háskóla Íslands árið 2008 með rausnarlegri gjöf Hr. Toshizo (Tom) Watanabe með það markmið að styrkja gagnkvæm fræðileg tengsl Íslands og Japans. Watanabe sjóðurinn veitir íslenskum háskólanemum og vísindamönnum einstakt tækifæri til að nema og starfa í japönsku háskólasamfélagi og það sama gildir um japanska nemendur og vísindamenn sem eiga þess kost að koma til Íslands..

Annars vegar er um að ræða styrki til námsdvalar fyrir nemendur á grunn- og framhaldsstigi við Háskóla Íslands eða japanska háskóla og hins vegar ferða- og dvalarstyrki til nýdoktora, kennara og fræðimanna milli háskóla í Japan og Háskóla Íslands. Nemendur og akademískt starfsfólk af öllum fræðasviðum getur sótt um styrkina.

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

The Watanabe Trust Fund was founded at the University of Iceland in 2008 with the generous endowment gift of $3 million from Mr. Toshizo (Tom) Watanabe. 

The objective of the Watanabe Fund is to strengthen the academic ties between Iceland and Japan. The Watanabe Fund supports students and staff of the University of Iceland to study and work in Japan, and the same applies to Japanese students and researchers who can apply for grant for a stay at the University of Iceland.

On one hand, there are scholarships available for a study abroad period for undergraduate and graduate students at the University of Iceland or at a Japanese university, and on the other hand, travel and subsistence grants for postdocs and academic staff for a research period in Japan or at the University of Iceland. Students and academic staff from all disciplines can apply for a grant.

Mr. Toshizo Watanabe is currently the president of the Toshizo Watanabe Foundation and chair emeritus and former president and CEO of Nikken Global, an international wellness products company based in the USA.  Mr. Watanabe received financial support from the Wien International Scholarship Program (WISP) at Brandeis University in Massachusetts, U.S.A. At Brandeis he met and became friends with Mr. Geir H. Haarde who was also a Wien Scholar and later the Prime Minister of Iceland and Ambassador of Iceland to the USA.

Mr. Watanabe, inspired by gratitude for receiving scholarship for his valuable education wanted to offer students similar opportunities and at the same time, promote goodwill between Japan and Iceland.  Following the recommendation of his fellow Brandeis classmate, Geir H. Haarde, the fund was set up at the University of Iceland with an endowment gift of $3 million from Mr. Watanabe.  In 2018 he generously endowed additional $2 million. 

The Board of the Fund consists of three members, each of whom is appointed for a three-year term. The Rector of the University of Iceland appoints one board member, who acts as the Fund’s chairman; Mr Toshizo Watanabe and Mr Geir H. Haarde, or representatives of their descendants appoint one person each.

The current Board members are Eiríkur Smári Sigurðarson, research manager at School of Humanities and chairman of the board, Mr. Toshizo Watanabe, founder of the Fund, and Geir H. Haarde, former prime minister and ambassador.

The application deadline is 1 February each year (or the next business day if the application deadline is on a public holiday). Application and supporting documents should be submitted (in English) by email to watanabe@hi.is.

  • Application Form - Students
  • Application Form - Staff

Inquiries about the Watanabe Trust Fund and the application process can be directed to the e-mail address watanabe@hi.is, or by phone +354 525-4311.

Hr. Tozisho (Tom) Watanabe stofnandi sjóðsins er formaður Toshizo Watanabe Foundation og stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Nikkel Global fyrirtækisins sem hefur höfuðstöðvar í Bandaríkjunum.

Hr. Watanabe hlaut styrk frá Wien International Scholarship Program (WISP) til náms við Brandeis háskólann í Massachusetts í Bandaríkjunum. Í Brandeis kynntist hann Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra, og tókst með þeim góð vinátta. Hr. Watanabe er ævinlega þakklátur fyrir námsstyrkinn og þau tækifæri sem menntun hans í Bandaríkjunum veitti honum. Hann vildi því koma á fót sjóð til að styrkja ungt fólk til náms erlendis.

Watanabe hafði samband við Geir H. Haarde, sinn gamla skólabróður, með það í huga að stofna styrktarsjóð við íslenskan háskóla og efla tengsl Íslands og Japan. Í kjölfarið var Watanabe-styrktarsjóðurinn við Háskóla Íslands stofnaður árið 2008.

Stofnféð var 3 milljónir bandaríkjadala og árið 2018 bætti Hr. Watanabe veglegri peningagjöf við sjóðinn að upphæð tveimur milljónum bandaríkjadala.

Toshizo Watanabe var sæmdur hinni íslensku fálkaorðu af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 22. maí 2019. Orðuna fékk Watanabe fyrir framlag sitt til eflingar fræða- og menntasamstarfi milli Íslands og Japans en fálkaorðan er æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir einstaklingum.  

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.

Stjórn sjóðsins er skipuð þremur fulltrúum til þriggja ára. Rektor Háskóla Íslands skipar formann sjóðsins, Toshizo Watanabe og Geir Haarde, eða fulltrúar afkomenda þeirra, einn stjórnarmann hvor.

Stjórn sjóðsins skipa:

  • Eiríkur Smári Sigurðarson, rannsóknastjóri við Hugvísindasvið og formaður stjórnar,
  • Toshizo "Tom" Watanabe, stofnandi sjóðsins
  • Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra

 

Staðfest skipulagsskrá Watanabe styrktarsjóðsins við Háskóla Íslands (PDF).

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum tíma. Umsóknarfrestur um styrki í sjóðinn er alla jafna 1. febrúar ár hvert nema ef annað er auglýst.

Umsóknir og fylgigögn skal senda í tölvupósti á watanabe@hi.is. Einungis er tekið við umsóknum á neðangreindu sniðmáti umsóknareyðublaðs. Athugið að umsóknir og fylgigögn eiga að vera á ensku.

Umsóknareyðublað:

  • nemenda í Watanabe styrktarsjóðinn
  • starfsfólks í Watanabe styrktarsjóðinn
Styrkhafar

2025

  • 51 styrkur veittur

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2025.

2024

  • 18 styrkir veittir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2024.

2023

  • 22 styrkir veittir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2023.

2022

  • 15 styrkir veittir 

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2022.

2021

  • 17 styrkir veittir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2021.

2020

  • 28 styrkir veittir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2020.

2019

  • 14 styrkir veittir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2019.

2018

  • 16 styrkir veittir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2018.

2017

  • 13 styrkir veittir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2017.

2016

  • 14 styrkir veittir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2016.

2015

  • 7 styrkir veittir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2015.

2014

  • 5 styrkir veittir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2014.

2013

  • 3 styrkir veittir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2013.

2012

  • 4 styrkir veittir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2012.

2011

  • 3 styrkir veittir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2011.

Fréttir af sjóðnum

Styrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt stjórn Watanabe-styktarsjóðsins, Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra, Jóni Atla Benediktssyni, rektor HÍ, og fulltrúa sendiherra Japans á Íslandi, Tomoko Daimaru.
Styrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt rektor, sendiherra Japans og fulltrúum í stjórn Watanabe-styrktarsjóðsins. MYND/Kristinn Ingvarsson

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Share