Kona horfir inn í smásjá.

Sjóður Níelsar Dungals

Tilgangur sjóðsins er að bjóða til fyrirlestrahalds við Háskóla Íslands íslenskum eða erlendum fræðimönnum, og skulu fyrirlestrarnir tengdir nafni prófessors Níelsar Dungals.

Kona horfir inn í smásjá.

Sjóður Níelsar Dungals

Tilgangur sjóðsins er að bjóða til fyrirlestrahalds við Háskóla Íslands íslenskum eða erlendum fræðimönnum, og skulu fyrirlestrarnir tengdir nafni prófessors Níelsar Dungals.

Sjóður Níelsar Dungals prófessors var stofnaður við Háskóla Íslands árið 1971. Sjóðurinn er stofnaður með framlagi frá Rannsóknarstofu Háskólans í meina- og sýklafræði, og fær árlegar tekjur frá þeirri stofnun samkvæmt ákvörðun hlutaðeigandi stjórnvalda hverju sinni.

Stjórn og umsóknir

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn.

Stjórn sjóðsins er skipuð þremur mönnum samkvæmt skipulagsskrá, það er prófessornum í meinafræði við Háskóla Íslands, sem er formaður stjórnarinnar, einum manni, er Læknadeild tilnefnir og öðrum er háskólaráð nefnir til.

Stjórn sjóðsins skipa:

Bjarni A. Agnarsson, prófessor og formaður stjórnar, bjarniaa@landspitali.is
Karl G. Kristinsson, prófessor, karl@landspitali.is
Ingileif Jónsdóttir, prófessor, ingileif@landspitali.is

Staðfest skipulagsskrá Sjóðs Níelsar Dungals.

 

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Styrkhafar

Ekki er vitað til þess að úthlutað hafi verið úr sjóðnum.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Share