Hönd með bláan hanska hellir lausn í lyfjaglas. Mælivog í bakgrunn.

Verðlaunasjóður Alfreds Benzons

Tilgangur sjóðsins er að veita norrænum mönnum og konum verðlaun fyrir rannsóknir í lyfjafræði og lyflæknisfræði og fyrir ritgerðir um þau efni, byggðar á sjálfstæðum rannsóknum.

Hönd með bláan hanska hellir lausn í lyfjaglas. Mælivog í bakgrunn.

Verðlaunasjóður Alfreds Benzons

Tilgangur sjóðsins er að veita norrænum mönnum og konum verðlaun fyrir rannsóknir í lyfjafræði og lyflæknisfræði og fyrir ritgerðir um þau efni, byggðar á sjálfstæðum rannsóknum.

Úthlutunarnefnd getur einnig tekið til sérstakt verkefni til rannsóknar og veitt verðlaun fyrir besta úrlausn. Enn fremur má veita styrk til framhaldsnáms í áðurtöldum greinum.

Sjóðurinn var stofnaður 17. janúar 1955 á aldarafmæli Alfreds Benzons lyfsala og verksmiðjueiganda í Kaupmannahöfn.

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Alfred Benzon (17. janúar 1855 – 21. maí 1932) var danskur lyfjafræðingur, kaupsýslumaður og stjórnmálamaður. Hann var formaður lyfjafræðingafélagsins í Danmörku frá 1894 til 1926. Hann var einnig virkur í stjórnmálum, bæði sem fulltrúi í borgarstjórn Kaupmannahafnar frá 1896 til 1908 og í danska þinginu frá 1901 til 1903.

Sjá umfjöllun um  Alfred Benzon á Wikipedia.

Ekki er starfandi stjórn í sjóðnum.

Samkvæmt skipulagsskrá ákveður rektor úthlutun úr sjóðnum hverju sinni og hefur um það frjálsar hendur. Skal hann leita samráðs við forseta Lyfjafræðideildar.

Skipulagsskrá fyrir Verðlaunasjóð Alfreds Benzons (PDF). 

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Styrkhafar

Ekki er vitað til þess að úthlutað hafi verið úr sjóðnum. 

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Share