Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus í eðlisfræði og vísindasögu, hlaut styrk úr Almanakssjóði til að vinna að útgáfu bókar sem hefur að geyma greina Alberts Einstein á íslensku. Bókin kemur út næsta haust. Myndin af Einstein sé tekin af Ferdinand Schmutzer [Public domain] og fengin af Wikimedia Commons.

Veittur hefur verið styrkur úr Almanakssjóði til að festa kaup á safni Íslandsalmanaks – Almanaki Háskóla Íslands – frá

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus í eðlisfræði og vísindasögu, hefur hlotið styrk úr Almanakssjóði til að vinna að útgáfu bókar með vinnuheitinu Agnir – afstæðir – skammtar. Bókin mun geyma greinar eftir Albert Einstein frá árinu 1905 og  annað stoðefni fyrir íslenska lesendur.

Markmið bókarinnar eru að kynna mikilvæg atriði í eðlisfræði nútímans fyrir íslenskum almenningi á íslensku og efla þannig bæði áhuga á vísindum í landinu og styrkja stöðu íslenskunnar gagnvart vísindum og tækni.

Árið 1905 hefur verið kallað ár kraftaverkanna í ævi Alberts Einstein. Hann birti þá fimm greinar sem hafa allar reynst mikilvægar í þróun eðlisfræðinnar æ síðan. Í tveimur þeirra leggur Einstein grundvöllinn að afstæðiskenningunni og önnur grein felur í sér veigamikið framlag til skammtafræðinnar  sem þá var í fæðingu. Tvær greinar fjalla um eðlisfræði sameinda sem þá var mjög farin að mótast. Greinarnar fimm hafa nokkrum sinnum verið teknar saman í bækur á erlendum málum og er því fordæmi fylgt hér.

Greinarnar birtast allar í bókinni í íslenskri þýðingu Þorsteins með allrækilegum inngangsköflum sem eiga að varpa ljósi á Einstein sem vísindamann og persónu ásamt því að skýra efni greinanna,  dýpka það og setja í fræðilegt og sögulegt samhengi. Höfundar inngangskaflanna eru Þorsteinn Vilhjálmsson, Þorsteinn J. Halldórsson og Jakob Yngvason.

Almanakssjóður var stofnaður árið 1973. Markmið sjóðsins er m.a. að styrkja rannsóknir í stjarnfræði og rímfræði, stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði og útgáfu vísindalegra rita í þessum fræðum. Þetta er annar styrkurinn sem veittur er úr sjóðnum á þessu áari.

Um sjóðinn

Almanakssjóður var stofnaður samkvæmt lögum nr. 25, 27. júní 1921 um einkaleyfi handa Háskóla Íslands til útgáfu almanaks. Markmið sjóðsins er m.a. greiða kostnað við útreikning á almanökum háskólans, að styrkja rannsóknir í stjarnfræði og rímfræði, stærðfræði og stærðfræðilegri eðlisfræði og útgáfu vísindalegra rita í þessum fræðum. 

Frá styrkveitingu. Myndi samsett