Auglýst er eftir umsóknum úr Watanabe-styrktarsjóðnum við Háskóla Íslands. Umsóknarfrestur er 1. febrúar 2026.
Styrkirnir eru í boði fyrir nemendur og akademískt starfsfólk af öllum fræðasviðum við Háskóla Íslands til náms og rannsókna í Japan. Það sama gildir fyrir nemendur og vísindamenn frá japönskum háskólum, sem geta sótt um styrk til dvalar við Háskóla Íslands.
Stjórn Watanabe styrktarsjóðsins metur umsóknir og velur styrkhafa.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má finna á vefsíðu sjóðsins.
Umsóknir og fylgigögn skal senda með tölvupósti á netfangið watanabe@hi.is fyrir miðnætti 1. febrúar 2026.
Fyrirspurnum skal beint á netfangið watanabe@hi.is eða í síma 525-4311.