
Watanabe-styrktarsjóðurinn var stofnaður við Háskóla Íslands árið 2008 með rausnarlegri gjöf Hr. Toshizo (Tom) Watanabe með það markmið að styrkja gagnkvæm fræðileg tengsl Íslands og Japans. Watanabe sjóðurinn veitir íslenskum háskólanemum og vísindamönnum einstakt tækifæri til að nema og starfa í japönsku háskólasamfélagi og það sama gildir um japanska nemendur og vísindamenn sem eiga þess kost að koma til Íslands..
Annars vegar er um að ræða styrki til námsdvalar fyrir nemendur á grunn- og framhaldsstigi við Háskóla Íslands eða japanska háskóla og hins vegar ferða- og dvalarstyrki til nýdoktora, kennara og fræðimanna milli háskóla í Japan og Háskóla Íslands. Nemendur og akademískt starfsfólk af öllum fræðasviðum getur sótt um styrkina.