Styrktarsjóðir Háskóla Íslands bjóða upp á minningarkort.
Fjárframlög vegna þeirra renna til styrktar ákveðins sjóðs en með því styrkir viðkomandi rannsóknarstarfsemi og vísindastarf skólans. Kortin má kaupa á þjónustuborði HÍ á Háskólatorgi eða í síma 525 4000.
Minningarkort er hægt að kaupa fyrir neðangreinda sjóði:
- Minningarsjóður Þorvalds Finnbogason
- Minningasjóður Jóns Jóhannessonar
- Sagnfræðisjóður dr. Björns Þorsteinssonar
- Starfssjóður Læknadeildar
- Starfssjóður Verkfræðistofnunar
- Starfssjóður Guðfræðistofnunar
- Sjóður Sigríður Lárusdóttur
- Minningasjóður Guðrúnar Marteinsdóttur
- Rannsóknasjóður Ingibjargar R. Magnúsdóttur
- Þórsteinssjóður



Viltu styrkja?
Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.