Samkvæmt nýju skipulagi Háskóla Íslands frá því í febrúar 2008 er Guðfræðideild ekki lengur til. Deildin heitir nú Guðfræði- og trúarbragðafræðideild og heyrir undir Hugvísindasvið.
Sjóðurinn er stofnaður af Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund með gjafabréfi dags. 28. desember 1982 í tilefni af 60 ára afmæli þess til minningar um stofnendur þess, Sigurbjörn Á. Gíslason, cand. theol., Flosa Sigurðsson trésmíðameistara, Harald Sigurðsson verslunarmann, Júlíus Árnason kaupmann og Pál Jónsson verslunarstjóra; enn fremur þá séra Halldór Jónsson, prófast á Hofi í Vopnafirði, séra Lárus Halldórsson fríkirkjuprest og séra Pál Þórðarson, prest í Njarðvík.