Inga Sæland tekur við styrk úr Þórsteinssjóði úr hendi Kristínar Ingólfsdóttur rektors

Þórsteinssjóður

Megintilgangur sjóðsins er að styrkja blinda og sjónskerta stúdenta til náms við Háskóla Íslands. Enn fremur er sjóðnum ætlað að efla rannsóknir sem aukið geta þekkingu á blindu og skertri sýn og afleiðingum hennar og fjölga þannig tækifærum blindra og sjónskertra til að auðga og efla líf sitt.

Inga Sæland tekur við styrk úr Þórsteinssjóði úr hendi Kristínar Ingólfsdóttur rektors

Þórsteinssjóður

Megintilgangur sjóðsins er að styrkja blinda og sjónskerta stúdenta til náms við Háskóla Íslands. Enn fremur er sjóðnum ætlað að efla rannsóknir sem aukið geta þekkingu á blindu og skertri sýn og afleiðingum hennar og fjölga þannig tækifærum blindra og sjónskertra til að auðga og efla líf sitt.

Sjóðurinn heitir Þórsteinssjóður. Sjóðurinn er stofnaður af stjórn Blindravinafélags Íslands til minningar um Þórstein Bjarnason f. 3. desember 1900, stofnanda Blindravinafélags Íslands. Félagið var stofnað þann 24. janúar 1932 og varð það fyrsti vísir að félagi til hjálpar fötluðum á Íslandi. Þórsteinn Bjarnason helgaði líf sitt til hjálpar blindum og sjónskertum á Íslandi á 20. öld án þess að taka nokkru sinni laun fyrir heldur lagði félaginu til úr eigin vasa.

Tilgangur Þórsteinssjóðs helgast af æviverki Þórsteins Bjarnasonar og tilgangi Blindravinafélags Íslands, sem hann stofnaði 24. janúar 1932. Félagið er elsta styrktarfélag fatlaðra á Íslandi og hafði að markmiði að hjálpa og hlynna að blindum mönnum á Íslandi, ungum og gömlum, vinna að útbreiðslu þekkingar á augnsjúkdómum meðal almennings og verndun sjónarinnar. Eignir félagsins hafa verið leystar upp og er hluti þeirra lagður til Þórsteinssjóðs til þess að nafni Þórsteins og hugsjón verði haldið á lofti og heiðruð minning um kærleiksríkt ævistarf hans.

Fyrst af öllu er Þórsteinssjóði ætlað að styrkja blinda og sjónskerta til náms við Háskóla Íslands. 

Í öðru lagi er Þórsteinssjóði ætlað að efla rannsóknir á öllum fræðasviðum sem aukið geta þekkingu á blindu og skertri sýn, afleiðingum hennar og ýta undir tækifæri blindra og sjónskertra til að auðga og efla líf sitt. Sérstök áhersla er lögð á styrki í félags- og hugvísindum er falla að tilgangi sjóðsins. Styrkir eru veittir til verkefna er falla að þessu markmiði s.s. til rannsókna. Styrki má veita til stúdenta í rannsóknatengdu framhaldsnámi við Háskóla Íslands eða starfandi vísindamanna innan Háskóla Íslands.

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.

Rektor Háskóla Íslands tilnefnir tvo menn til setu í stjórn sjóðsins. Skal einn af þeim vera formaður stjórnar. Blindravinafélag Íslands tilnefnir einn stjórnarmann. Ef Blindravinafélags Íslands nýtur ekki við þá skipar rektor þriðja stjórnarmanninn.

Stjórn sjóðsins skipa:

  • Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræðum, sem fulltrúi rannsókna
  • Svandís Sturludóttir, deildarstjóri námsráðgjafar, sem fulltrúi nemenda
  • Helga Eysteinsdóttir, formaður og fulltrúi Blindravinafélagsins

Staðfest skipulagsskrá Þórsteinssjóðs (PDF).

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Í umsókn um námsstyrk þurfa eftirtalin atriði að koma fram:

  1. Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.
  2. Helstu atriði úr náms- og/eða starfsferli umsækjanda og námsárangur.
  3. Hvaða nám viðkomandi stundar við Háskóla Íslands.
  4. Meðmæli frá kennurum og/eða atvinnurekendum.
  5. Áætlun um námsframvindu.
  6. Hámarkslengd umsóknar um námsstyrk er þrjár síður.

Í umsókn um rannsóknarstyrki þurfa eftirtalin atriði að koma fram:

  1. Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.
  2. Helstu atriði úr náms- og starfsferli og ritaskrá umsækjanda (hámark 3 blaðsíður).
  3. Heiti rannsóknarverkefnis, markmið og vísindalegt gildi.
  4. Hnitmiðuð lýsing á verkefninu, 2-3 málsgreinar, sem verður nýtt til almennrar umfjöllunar og kynningar, hljóti verkefnið styrk. Veigameiri lýsing á rannsóknaverkefni að hámarki ein blaðsíða.
  5. Tímaáætlun, fjárhagsáætlun og helstu samstarfsaðilar verkefnisins.
  6. Til hvaða þáttar verkefnis sótt er um styrk fyrir.
  7. Annar fjárhagslegur stuðningur við verkefnið.
  8. Meðmæli frá leiðbeinanda, sé umsækjandi í rannsóknatengdu námi.

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Stjórn Þórsteinssjóðs áskilur sér rétt til að veita fleiri en einum umsækjanda styrk, hafna öllum og/eða úthluta styrkjum með öðrum hætti.

Styrkhafar

2024

  • Eydís Arna Sigurbjörnsdóttir
  • Júlíus Birgir Jóhannsson
  • Kaisu Kukka-Maaria Hynninen
  • Laufey Ýr Gunnarsdóttir
  • Patrekur Andrés Axelsson
  • Sandra Sif Gunnarsdóttir
  • Steve Anaya
  • Eliona Gjecaj
  • Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2024.

2023

  • Áslaug Ýr Hjartardóttir
  • Hólmfríður Guðmundsdóttir
  • Júlíus Birgir Jóhannsson
  • Kaisu Kukka-Maaria Hynninen
  • Laufey Ýr Gunnarsdóttir
  • Patrekur Andrés Axelsson
  • Sandra Dögg Guðmundsdóttir
  • Sandra Sif Gunnarsdóttir
  • Eliona Gjecaj

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2023.

2022

  • Sandra Sif Gunnarsdóttir
  • Patrekur Andrés Axelsson
  • Kaisu Kukka-Maaria Hynninen
  • Júlíus Birgir Jóhannsson

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2022.

2021

  • Ólöf Hulda Steinþórsdóttir
  • Rósa María Hjörvar
  • Júlíus Jóhannsson
  • Patrekur Andrés Axelsson
  • Eydís Arna Sigurbjörnsdóttir
  • Vala Ósk Ólafsdóttir
  • Andri Snær Karlsson
  • Unnur Þöll Benediktsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2021.

2019

  • Sigríður Hlín Jónsdóttir
  • Eliona Gjecaj

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2019.

2017

  • Ásdís Lilja Guðmundsdóttir
  • Hekla Dögg Ásmundsdóttir
  • Rósa María Hjörvar
  • Vala Ósk Ólafsdóttir
  • Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2017.

2015

  • Ásdís Lilja Guðmundsdóttir
  • Hekla Dögg Ásmundsdóttir
  • Helga Theódóra Jónasdóttir
  • Rósa María Hjörvar
  • Snædís Rán Hjartardóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2015.

2013

  • Ásdís Lilja Guðmundsdóttir
  • Bergvin Oddsson
  • Inga Sæland Ástvaldsdóttir
  • María Hauksdóttir
  • Steingrímur E. Jónsson

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2013.

2012

  • Bergvin Oddsson
  • Eyþór Kamban Þrastarson
  • Helga Theodóra Jónasdóttir
  • Inga Sæland Ástvaldsdóttir
  • María Hauksdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2012.

2011

  • Bergvin Oddsson
  • Rósa María Hjörvar
  • Sigríður Björnsdóttir
  • Hanna Björg Sigurjónsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2011.

2009

  •  Helga Theódóra Jónasdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2009.

2008

  • Páll Þór Sigurjónsson
  • Sigríður Björnsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2008.

2007

  • Gunnar Valur Gunnarsson
  • Erla Soffía Jóhannesdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2007.

Fréttir af sjóðnum

Frá afhendingu styrksins á rektorsskrifstofu. Frá vinstri: Guðmundur Jónsson, Sverrir Jakobsson, Matthías Aron Ólafsson og Jón Atli Benediktsson.
Styrkþegar ásamt rektor og stjórn sjóðsins. Frá vinstri: Guðmundur Jónsson prófessor, Jón Atli Benediktsson rektor, Jón Kristinn Einarsson, Emil Gunnlaugsson, Sverrir Jakobsson prófessor og Unnur Birna Karlsdóttir forstöðumaður.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Deila