""

Íslenskusjóðurinn

Markmið sjóðsins er að stuðla að því að íslenska verði áfram töluð á Íslandi. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til að efla vald á íslensku máli barna og fullorðinna, einkum fjöltyngdra barna af erlendum uppruna og foreldra þeirra.

""

Íslenskusjóðurinn

Markmið sjóðsins er að stuðla að því að íslenska verði áfram töluð á Íslandi. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til að efla vald á íslensku máli barna og fullorðinna, einkum fjöltyngdra barna af erlendum uppruna og foreldra þeirra.

Íslenskusjóðurinn er stofnaður af Elsu Sigríði Jónsdóttur og Tómasi Gunnarssyni til minningar um foreldra þeirra, þau Sigríði S. Sigurðardóttur og Jón Sigurðsson og Björgu Tómasdóttur og Gunnar Guðmundsson.

Styrkir skulu veittir vegna verka sem styðja við og efla notkun á íslensku máli, svo sem þróunarverkefna einkum á leikskóla- og grunnskólastigi, námskeiða, bókaskrifa, bókaþýðinga og bókaútgáfu, t.d. fjölmálabóka, heimasíðna, efnis fyrir snjalltæki og annars sem álitlegt þykir til að ná markmiði sjóðsins.

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Sigríður S. Sigurðardóttir f. 1903, d. 1989. Sigríður var Austfirðingur að ætt og uppruna, lauk kennaraprófi en starfaði einkum sem húsmóðir í Borgarnesi.

Jón Sigurðsson f. 1904, d. 2002. Jón var af breiðfirskum og húnvetnskum ættum, ólst upp í Borgarfirði, lauk námi frá Bændaskólanum á Hvanneyri en starfaði lengi við verslunarstörf í Borgarnesi.

Björg Tómasdóttir f. 1917, d. 1990. Björg var fædd í Skagafirði austan vatna, átti ættir að rekja þangað og ólst þar upp. Björg lauk kennaraprófi en var lengst af sjúklingur.

Gunnar Guðmundsson f. 1913, d. 1974. Gunnar var fæddur í Dalasýslu en var af húnvetnskum og skagfirskum ættum. Hann lauk kennaraprófi og starfaði sem kennari í íslensku og síðar skólastjóri við Laugarnesskólann í Reykjavík.

Þau voru öll af ungmennafélagskynslóðinni, þar sem fullveldi Íslands og sjálfstæði voru meginmál. Íslensk tunga var þeim hjartfólgin og vildu þau veg hennar sem mestan.

Stjórn sjóðsins skipa:

  • Sara Margrét Ólafsdóttir, dósent á Menntavísindasviði, formaður
  • Renata Emilsson Pesková, lektor á Menntavísindasviði
  • Gísli Hvanndal Ólafsson, verkefnisstjóri á Hugvísindasviði

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.

Staðfest skipulagsskrá Íslenskusjóðsins (PDF).

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Í umsókninni þurfa eftirtalin atriði að koma fram:

  1. Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og virkt netfang.
  2. Heiti verkefnis, markmið, vísindalegt og hagnýtt gildi.
  3. Hnitmiðuð lýsing á verkefninu, 2-3 málsgreinar, sem verður nýtt til almennrar umfjöllunar og kynningar, hljóti verkefnið styrk. 
  4. Veigameiri lýsing á verkefninu, ein blaðsíða að hámarki. Fram komi hvernig verkefninu er ætlað að auka við núverandi þekkingu á efninu og hvernig verkefnið samræmist markmiðum sjóðsins. Sé ætlunin að óska eftir stuðningi við hluta af stærra verkefni skal koma fram til hvaða þáttar sótt er um.
  5. Framkvæmdaáætlun með tímasetningum og greinargóðri lýsingu á framkvæmd verkefnisins, ein blaðsíða að hámarki.
  6. Sundurliðuð fjárhagsáætlun. Upplýsingar um annan fjárhagslegan stuðning við verkefnið.
  7. Yfirlit yfir helstu samstarfsaðila verkefnisins.
  8. Ferilskrá umsækjenda.
  9. Áætlun um kynningu niðurstaðna og sýnileika verkefnis.

 

Gert er ráð fyrir því að styrkþegi skili sjóðnum greinargerð um stöðu verkefnisins ásamt upplýsingum um sýnileika þess innan árs frá afhendingu styrks.

Einnig er gert ráð fyrir að sjóðsins sé getið við kynningu á verkefnum sem hljóta styrk úr sjóðnum.  

Hámarkslengd umsóknar er þrjár síður auk ferilskrár. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Stjórn áskilur sér rétt til að veita fleiri en einum umsækjanda styrk, hafna öllum og/eða úthluta styrkjum með öðrum hætti.

Umsóknum skal skila sem viðhengi á netfang Styrktarsjóða Háskóla Íslands, sjodir@hi.is. 

Styrkhafar

2024

  • Berglind E. Tryggvadóttir
  • Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir
  • Jóhanna Helgadóttir
  • Þóra Másdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2024

2023

  • Sigríður Ólafsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2023

2022

  • Skúlína Hlíf Kjartansdóttir
  • Rakel Edda Guðmundsdóttir og Þórunn Rakel Gylfadóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2022

2021

  • Hermína Gunnþórsdóttir og Edda Óskarsdóttir
  • Anna Katarzyna Wozniczka, Aneta Figlarska og Anna Linda Sigurðardóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2021

Fréttir af sjóðnum

Styrkþegar ásamt stjórn sjóðsins og rektor Háskóla Íslands við úthtutun styrkja í Hátíðasal 22. maí.
Frá styrkúthlutun úr Íslenskusjóðnum í hátíðarsal HÍ.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Deila