Ingjaldur Hannibalsson við útskriftarhátið 2008

Ingjaldssjóður

Tilgangur Ingjaldssjóðs helgast af fyrirmælum sem sett voru fram í erfðaskrá Ingjalds Hannibalssonar. Sjóðurinn skal styrkja efnilega nemendur Háskóla Íslands til framhaldsnáms erlendis í rekstrarstjórnun, alþjóðlegum viðskiptum eða nemendur í tónlist.

Ingjaldur Hannibalsson við útskriftarhátið 2008

Ingjaldssjóður

Tilgangur Ingjaldssjóðs helgast af fyrirmælum sem sett voru fram í erfðaskrá Ingjalds Hannibalssonar. Sjóðurinn skal styrkja efnilega nemendur Háskóla Íslands til framhaldsnáms erlendis í rekstrarstjórnun, alþjóðlegum viðskiptum eða nemendur í tónlist.

Ingjaldssjóður er stofnaður af Háskóla Íslands árið 2015, til minningar um Ingjald Hannibalsson, prófessor við Viðskiptafræðideild skólans, fæddurr 17. nóvember 1951, dáinn 27. október 2014. Ingjaldur arfleiddi háskólann að öllum eigum sínum. Rektor Háskóla Íslands hefur yfirumsjón með sjóðnum. Tilgangur Ingjaldssjóðs helgast af fyrirmælum sem sett voru fram í erfðaskrá Ingjalds Hannibalssonar.

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Ingjaldur var sonur Hólmfríðar Ingjaldsdóttir kennara og Hannibals Valdimarssonar ráðherra. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1971, prófi í eðlisfræði og stærðfræði frá HÍ 1974, M.Sc. prófi 1975 og Ph.D. prófi 1978 í iðnaðarverkfræði frá Ohio State University. Ingjaldur starfaði á áttunda áratugnum sem stundakennari við MR. Hann starfaði sem aðstoðarkennari og við rannsóknir meðan á dvöl hans við Ohio State University stóð. Hann varð deildarstjóri tæknideildar Félags íslenskra iðnrekenda þegar hann kom heim úr námi.

Árið 1978 hóf Ingjaldur stundakennslu við Háskóla Íslands og varð fastráðinn dósent árið 1982, lengst af í hlutastarfi. Á níunda áratugnum sinnti hann öðrum störfum og var m.a. forstjóri Iðntæknistofnunar, forstjóri Álafoss og framkvæmdastjóri Útflutningsráðs Íslands.

Árið 1993 kom hann í fullt starf í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og varð prófessor við skólann árið 1997. Ingjaldur sinnti mörgum trúnaðarstörfum í gegnum tíðina innan Háskóla Íslands m.a. sem skorarformaður og deildarforseti Viðskipta- og hagfræðideildar, síðar Viðskiptafræðideildar. Hann var formaður fjármálanefndar Háskólans, framkvæmdastjóri rekstrar- og framkvæmdasviðs skólans og sinnti þar margvíslegum nefndarstörfum. Ingjaldur sat einnig í stjórnum fyrirtækja og stofnana, í ráðgjafanefndum og faglegum dómnefndum.

Ingjaldur var heimshornaflakkari og þegar hann lést hafði hann nýlokið því markmiði að heimsækja öll 193 þátttökulönd Sameinuðu þjóðanna. Það verkefni sem tók 49 ár en síðustu 63 löndin heimsótti hann í 10 heimsreisum sem hann skipulagði á árunum 2005-2014.

Rektor Háskóla Íslands fer með yfirumsjón sjóðsins skv. skipulagsskrá.

Stjórn sjóðsins er skipuð til þriggja ára í senn. Í henni sitja:

  • Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor og formaður stjórnar
  • Karólína Eiríksdóttir tónskáld
  • Þórður Sverrisson viðskiptafræðingur

Skipulagsskrá sjóðsins 

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma.

Óskað er eftir að í umsókn komi fram:
 

  • Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, sími og virkt netfang. 
  • Framhaldsnám og stutt lýsing á námsbraut og sérhæfingu sem sótt er um, sem nýta má til almennrar umfjöllunar og kynningar, hljóti umsóknin styrk. 
  • Nánari lýsing á framhaldsnáminu (1 bls. A4), auk upplýsinga um skólann ásamt staðfestingu á skólavist.
  • Tímaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir námið, ásamt upplýsingum um annan fjárhagslegan stuðning sem sótt er um vegna námsins. 
  • Helstu atriði úr náms- og starfsferli umsækjanda, þar með talið staðfesting á námsárangri til fyrstu háskólagráðu. Tónlistarnemar sendi jafnframt upptökur með leik / söng eða afriti af tónsmíðum.
  • Hnitmiðuð greinargerð (1 bls. A4) um það hvernig umsókn samræmist markmiði og tilgangi sjóðsins, að mati umsækjanda.

Hámarkslengd umsóknar er þrjár síður. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Styrkþega ber að skila sjóðnum skriflegri greinargerð um stöðu námsins innan árs frá afhendingu styrks. 

Stjórn áskilur sér rétt til að veita fleiri en einum umsækjanda styrk, hafna öllum og/eða úthluta styrkjum með öðrum hætti.

Styrkhafar

2022

  • Elías Ýmir Larsen
  • Flemming Viðar Valmundsson
  • Guðbjartur Hákonarson
  • Harpa Ósk Björnsdóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2022.

2021

  • Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir
  • Guðjón Viðarsson
  • Herdís Mjöll Guðmundsdóttir
  • Kristín Ýr Jónsdóttir
  • Þorkell Nordal

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2021.

2020

  • Hekla Finnsdóttir
  • Ísak Einar Rúnarsson
  • Kolbeinn Stefánsson
  • Kristín Einarsdóttir Mäntylä

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2020.

2019

  • Bryndís Guðjónsdóttir
  • Pétur Eggertsson
  • Sólveig Steinþórsdóttir
  • Lárus Sindri Lárusson

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2019. 

2018

  • Álfheiður Erla Guðmundsdótti
  • Steinar Logi Helgason
  • Örnólfur Eldon Þórsson

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2018.

2017

  • Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir
  • Snæbjörg Guðmunda Gunnarsdóttir
  • Þórey Arna Snorradóttir

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2017.

2016

  • Ingibjörg Friðriksdóttir
  • Ólafur Bogason
  • Lena Katarína Lobers

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2016.

Fréttir af sjóðnum

Styrkþegar Ingjaldssjóðs árið 2022: Elías Ýmir Larsen, Flemming Viðar Valmundsson, Guðbjartur Hákonarson og Harpa Ósk Björnsdóttir.
Styrkþegar og fulltrúar þeirra ásamt stjórn og starfsfólki sjóðsins og rektor Háskóla Íslands við úthlutun í Hátíðasal.

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Deila