
Sérstaklega skal stutt við verkefni er lúta að ritfærni og þjálfun nemenda við beitingu íslensks máls og við skapandi verkefni nemenda, s.s. ritlistarverkefni og hvers konar bókmenntasköpun á íslensku. Sjóðurinn er opinn nemendum bæði í grunn- og framhaldsnámi við Háskóla Íslands.
Sjóðurinn er stofnaður 3. desember 2024 til minningar um Erlend Jónsson, rithöfund, íslenskukennara og bókmenntagagnrýnanda, og konu hans, Mörtu Ágústsdóttur.