""

Minningarsjóður Jóns Þorlákssonar verkfræðings

Tilgangur sjóðsins er að styrkja stúdenta til náms við verkfræðideild Háskóla Íslands eða til framhaldsnáms þeirra við annan háskóla, einkum þá er að dugnaði og reglusemi skara fram úr öðrum, og skulu fyrstu árin að öðru jöfnu ganga fyrir stúdentar ættaðir úr Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu.

""

Minningarsjóður Jóns Þorlákssonar verkfræðings

Tilgangur sjóðsins er að styrkja stúdenta til náms við verkfræðideild Háskóla Íslands eða til framhaldsnáms þeirra við annan háskóla, einkum þá er að dugnaði og reglusemi skara fram úr öðrum, og skulu fyrstu árin að öðru jöfnu ganga fyrir stúdentar ættaðir úr Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu.

Sjóðurinn er stofnaður af ekkju Jóns Þorlákssonar, verkfræðings, frú Ingibjörgu Claessen Þorláksson, og kjördætrum þeirra, frú Önnu Margréti Hjartarson og frú Elínu Kristínu Halldórsson, á sjötíu og fimm ára afmæli Jóns Þorlákssonar, verkfræðings, 3. mars 1952.

Sjóðurinn, stjórn og umsóknir

Í skipulagsskrá sjóðsins segir: Stjórn sjóðsins skipa rektor Háskóla Íslands, sem skal vera formaður stjórnarinnar, forseti Verkfræðideildar Háskóla Íslands og Geir G. Zoëga, vegamálastjóri, meðan hans nýtur við, en síðan formaður Verkfræðingafélags Íslands. 
 
Samkvæmt breyttu skipulagi Háskóla Íslands frá júlí 2008 er verkfræðideild ekki til. Verkfræðideild hefur verið skipt í þrjár deildir, Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild,  Rafmagns – og tölvuverkfræðideild og Umhverfis- og byggingarverkfræðideild, sem allar heyra undir Verkfræði- og náttaúruvísindasvið.
 
Sem stendur er engin starfandi stjórn fyrir sjóðinn.

Skipulagsskrá Minningasjóðs Jóns Þorlákssonar verkfræðings (pdf).

Auglýsing um umsóknartímabil er sett á vef sjóða og á vef Háskóla Íslands. Einungis er opið fyrir umsóknir á auglýstum umsóknartíma

Styrkhafar

2006

  • Jónína Lilja Pálsdóttir
  • Fjóla Jóhannesdóttir
  • Jóhannes Loftsson
  • Hörður Jóhannsson

Sjá umfjöllun um styrkhafa 2006

Fréttir af sjóðnum

Blómaskreyting á viðurkenningarskjali

Viltu styrkja?

Styrktarsjóðir eru mikil lyftistöng fyrir Háskóla Íslands. Skólinn hefur notið mikils velvilja af hálfu fjölmargra einstaklinga á undanförnum árum en þeir hafa af miklum rausnarskap lagt fé í styrktarsjóði sem allir miða að því að efla vísindarannsóknir og afla nýrrar þekkingar, samfélaginu til heilla.

Deila